Hver er Katrín María?

Contact Info:
Netfang: katamaja@simnet.is
Sími: 8448887

www.facebook.com/katrinmariaaa
www.instagram.com/katrinmariaa

www.youtube.com/catrinazero
Snapchat: katrinmariaa


Ég heiti Katrín María og er 25 ára Ísfirðingur, búsettur á Flateyri. Ég hef mjög gaman af förðun og öllu sem henni við kemur og ákvað því að stofna þetta blogg árið 2011 mér (og vonandi öðrum) til yndisauka. Ég útskrifaðist með bakkalárgráðu í sálfræði vorið 2014 og mastersgráðu í forystu og stjórnun í upphafi árs 2017 og hef því enn ekki komið mér í það að læra förðun, þó slíkt hafi alltaf verið draumur. Það er alls óvíst hvort slíkt muni gerast, en ég get vel lifað með því að vera bara sjálflærð- enda starfa ég ekki við þetta og kannski óþarfi að fá diplómu í áhugamálinu sínu. Síðustu misseri hefur áhugasvið mitt víkkað allverulega og ekki síst með komu dóttur minnar í heiminn sumarið 2016. Þetta blogg verður því sennilega blanda af daglegu lífi og almennum pælingum með þungri áherslu á förðun og förðunarvörur.