4x með Holly Jolly

Færslan er unnin í samstarfi við shine.is, varan er gjöf. (Og jú, það er víst mjög retro og kúl að vera með restar af gömlu naglalakki í myndatöku). Ég valdi mér þessa dásamlegu Holly Jolly augnskuggapalettu frá Be Bella af shine.is um daginn af því ég (sem á ALLT og allt of mikið af því) átti í alvöru ekki svona hlýtóna 35 lita palettu en varð auðvitað að eignast hana. Og okei, ég ætla að sýna ykkur hvað maður getur fengið mikla fjölbreytni út úr einni svona palettu og hvað það er frábært, en ég VERÐ líka að bæta því við í hundrað prósent einlægni og hreinskilni að þetta er strax orðin ein af mínum uppáhalds palettum hvað varðar gæði og blöndun á augnskuggum. Það er svo óeðlilega auðvelt að blanda litina og gera þá fallega að ég verð glöð bara að hugsa um það. Mikið sem það gleður mig að geta deilt því með ykkur.
En þá að fjölbreytninni: Fjögur FAB lúkk með Holly Jolly. 

1. The Firestarter
 Þessi förðun er SVO einföld en SVO falleg. Í alvörunni, tveir augnskuggar og búið. Lappað upp á með svörtum eyeliner og smá glimmeri í innri augnkrók og þú lítur út fyrir að hafa eytt heilum vinnudegi í þetta lúkk. 

2. The Classic Colleen
Þegar maður eignast augnskuggapalettu vill maður vita að hún bjóði upp á einfaldleika í hafsjó fjölbreytileika síns. Holly Jolly er engin undantekning. Ef þú vilt taka því rólega, taktu því rólega. Svona einföld lúkk má svo taka á næsta level með rauðum varalit og semalíusteinum vilji maður vera smá extra. 

3. The Plane Purple
Einfalt getur líka verið í lit. Hér gefur að líta förðun með einfaldri ljósbrúnni skyggingu sem er svo dýpkuð með djúpfjólubláum á ytri þriðjungi augnloks og dressuð upp með kampavínsgylltum í innri augnkrók. Einfalt, fljótlegt en effektívt. 

4. The Orange Overcast

 Annað persónulegt fave er þetta matta cut crease lúkk. Það skemmtilegasta við cut crease er að byrja á basic brúnni skyggingu og velja svo bara hvaða lit sem er úr palettunni sem þú ert í stuði fyrir og smella honum á augnlokið og út í væng. Klikkar aldrei!

Ég sver ég gæti auðveldlega gert aðra svona færslu með fjórum öðrum förðunum úr þessari sömu palettu. Spurning hvort það sé mission?
Þessi paletta er allavega nýtt möst í safninu mínu- ég ELSKA þegar gjafir hitta beint í mark. Svona eins og þegar maður kúkar svo heilbrigðum kúk að maður þarf ekki að skeina sér (en gerir það samt auðvitað til öryggis). Óvænt en dásamlegt. Engin ummæli :

Skrifa ummæli