Violet Voss| Holy Grail

[Færslan er ekki kostuð- vörur eru keyptar af höfundi]


Nei það kom náttúrulega bara aldrei annað til greina en að ég eignaðist þessa gersemi. Ég man þegar ég var að sjá sneakpeak af Holy Grail palettunni frá Violet Voss á snapchat aðgöngum stóru YouTube-aranna hérna fyrir nokkrum misserum og ég tók endalaus screenshot til að reyna að nálgast nafnið á fyrirtækinu og palettunni því þetta var allt voða leyndó. En ég sá strax og ég sá glitta í þessa augnskugga að þetta væri tebolli sem ég þráði að þamba úr.
Ég varð því himinlifandi þegar ég sá að lineup.is væru að taka inn Violet Voss merkið, það kom sannarlega flatt en gleðilega upp á mig. Palettan er alveg jafn falleg og ég ímyndaði mér og ég get ekki beðið eftir að stinga burstunum mínum í hana á næstu dögum og ég leyfi ykkur að sjálfsögðu að sjá afraksturinn. Paletturnar frá Violet Voss eru tvær, þessi er sú hlýrri af þeim systrum, þannig ég ákvað að byrja á henni, en hin er undursamlega falleg líka með aðeins óhefðbundnara litavali sem væri ekki síður skemmtilegt að leika sér með. Ég elska hvernig vöruúrvalið blómstrar á snyrtivörumarkaðnum hérna heima, netverslanirnar eru svo sannarlega með puttann á púlsinum, enda ekki seinna vænna en að fara að hugsa út fyrir boxið og prufa eitthvað annað en þessi rótgrónu risamerki sem hafa verið hér í sölu frá örófi alda!
Engin ummæli :

Skrifa ummæli