Skull Hybrid

Ég dundaði mér við þessa förðun á snapchat (katrinmariaa) um daginn. Ég klúðraði hugmyndinni minni, en markmiðið var upprunalega einhvers konar geimvera. Ég klúðraði neðri partinum af andlitinu og reyndi að bæta úr því með hauskúpukjafti, en ég var orðin svo ósátt og pirruð með niðurstöðuna að ég hætti að vanda mig. Ég hef ótal sinnum gert hauskúpu, en sjaldan í eins miklu flýti og þarna.
Það kom svo á daginn að mér líkaði bara ágætlega við þetta allt saman- þ.e. eftir að hafa fengið mikið af fallegum hrósum (já maður þarf stundum bara viðurkenningu fyrir vel unnin störf). Þá sá ég pínu eftir að hafa ekki vandað mig meira. En ég set þessar myndir hér inn fyrst og fremst til innblásturs! Kanski getur einhver nýtt sér einhvern part af þessu á upprennandi Halloween djömmum.


Engin ummæli :

Skrifa ummæli