Selfish Purple| Nabla

⇉ Nokkrar af vörunum sem minnst er á í færslunni voru fengnar að gjöf, þær verða stjörnumerktar ⇇
Karin hjá Nola (nola.is) sendi mér svo fallegan pakka um daginn, þar sem leyndust meðal annars nokkrar vörur frá ítalska merkinu Nabla. Ég gerði óskalista um jólin og hafði því fengið tvo Nabla augnskugga í jólagjöf frá Magga og varð strax sjúk í þá. Þar leyndist meðal annars þessi fjólublái augnskuggi, Selfish, sem er með þeim fallegri sem ég hef notað (hann er aðalnúmerið í förðuninni hér að neðan). 
Á myndunum að ofan sjáið þið kinnalitinn Nectar* og shading púður í Gotham*- ég er búin að nota þessar vörur í nánast allar farðanir síðan ég fékk þær, skemmtilegast af öllu finnst mér "prjónamynstrið" í púðrinu. Elska svona krúttlegt touch í vöruhönnun. 


Þessi Selfish augnskuggi sko! WHAT A PRODUCT. Á vörunum er ég svo með City Chic* fljótand varalit frá Modelrock (einnig af nola.is). Ég var líka að prófa Sweed augnhárin í fyrsta skipti, þetta er stíllinn Beroe 3D*.

Ég tók svo upp myndband þegar ég var að dunda við þessa förðun, þó ég hafi aðallega verið að fíflast.

Engin ummæli :

Skrifa ummæli