Tilraunastarfssemi| Electric Palette

Fyrir þá sem ekki fylgja mér á snapchat (katrinmariaa), sem væri reyndar ótrúleg skrítið- hver ertu eiginlega? þá fékk ég senda svo fallega gjöf um daginn.
Gjöfina fékk ég óvænt alla leið frá Luxemborg frá Svanborgu Signý (svannymua á snap) sem ég er svo heppin að hafa kynnst í gegnum netheima og höfum við ræktað einstaka vináttu með okkur á skömmum tíma. Dýrmætt þetta internet.

En já að gjöfinni! Ég fékk sko mikið fallegt, en stjarna pakkans (fyrir utan póstkortið sem ég fékk) var klárlega Electric Palettan frá Urban Decay sem ég hef þráð í áraraðir (algjörlega grínlaust). Ég fór líka að grenja, eðlilega.
Palettan er dásamleg, ég vildi óska þess að ég hefði tekið myndir ÁÐUR en ég réðist á hana, en hún er ekkert síður falleg svona smá potuð. 
Ég prufukeyrði palettuna semsagt á snapchat og tók örlítið of stórt upp í mig. Ég myndi líklega framkvæma þetta aðeins öðruvísi svona eftir á að hyggja en litirnir eru þó óneitanlega fallegir. 

Palettan var allt sem ég óskaði mér og það var unaður að leika með hana. Hlakka til að prófa fleiri liti og fleiri farðanir með henni.

Annað sem er í uppáhaldi er Svanný, nennið þið að fylgja henni ef þið gerið það ekki þegar, því hún er klár og fyndin, snillingur í förðun og lífskúnstner með meiru.
Þið finnið hana:
Hér á SNAP: svannymua
Hér á INSTAGRAM
Hér á FACEBOOK
Hér á BLOGGINU

Katrín María


Engin ummæli :

Skrifa ummæli