Farðabardaginn| Rimmel vs. Rimmel


Ég ákvað að bera saman þessi tvö meik frá Rimmel. Meik sem bjóða upp á ólíka eiginleika en ég fæ oft spurningar um þau og hvernig ég fíli þau/hvoru ég mæli með. 

Rimmel Match Perfection (Blátt lok) >>
Þessi farði gefur miðlungsþekju, er léttur og veitir ljóma. Ég er mjög hrifin af honum, hann lítur fallega út á húðinni og er bara akkúrat svona farði sem hentar þurru húðinni minni (og ljómaperranum innra með mér). Hann er helst til klístraður við ásetningu svo maður þarf annað hvort mikla þolinmæði í að bíða eftir að hann þorni eða að setja hann með púrði (sem ég reyni yfirleitt að gera ekki- en finnst nauðsynlegt í þessu tilviki). Annað sem ég gæti sett út á er sú staðreynd að það þarf svolítið að hafa fyrir því að blanda honum inn í húðina. Ég finn ekki mikið fyrir honum á húðinni og hann ýkir ekki misfellur eða þurrk sem er frábært. Þekjan í honum er meiri en nóg fyrir mig, en það er kanski ekki að marka- ég vill alltaf frekar minni þekju og meiri hyljara hvort sem er. Það er þó hægt að byggja þennan vel upp. 

Rimmel Lasting Finish (Rautt lok) >>
Þessi farði er þyngri, á að endast í 25 klst. (trúum við því ekki allar?) og gefur fulla þekju. Ég var hrædd um að hann yrði of þungur fyrir mig og þurru húðina mína en svo er alls ekki. Hann er í miklu uppáhaldi þessa dagana og ef maður vill ekki of mikla þekju getur maður vel stjórnað henni með t.d. blautum förðunarsvampi (ég vel yfirleitt Beautyblender eða Real Techniques svampa). Þar sem þessi farði er þurrari en sá að ofan þarf ég persónulega ekki að setja hann með púðri. Annar fylgikvilli er svo að hann sest svolítið í misfellur á þurri húð og lítur ekki alveg eins vel út á húðinni minni og Rimmel Match Perfection. Þetta eru þó bara hlutir sem ég tek eftir í mjög góðri birtu upp við mjög öflugan spegil svo almennt truflar það mig ekkert. Ég get ímyndað mér að hann sé enn dásamlegri á olíumeirihúð en minni en hann er þó klárt uppáhald hjá mér líka. 

Samanburður >>
Ég er ánægð með báða farðana, sér í lagi því þeir eru á góðu verði og fást á Íslandi sem er dásamlegt. Match Perfection lítur betur út á húðinni minni því ég er með þurra húð, en Lasting Finish er fljótlegri og auðveldari í notkun, gefur meiri þekju og endist lengur. Fyrir mig væri blái farðinn meiri daglegur farði á meðan rauði farðinn hentar betur við tilefni þar sem ég vill mikla og góða endingu og fullkomna þekju. Katrín María2 ummæli :

  1. ég fékk mér einmitt rauða eftir að ég sá hjá þér á snapchat en ég nota hann ofast í skólann með blautum bb og finnst hann mjög passlegur þannig :D kv Viktoría

    SvaraEyða
    Svör
    1. Æði! Beauty Blender er náttúrulega töfraverkfæri :D

      Eyða