Notalegir hlutir| Current Favourites
Mínir uppáhaldshlutir þessa dagana eru held ég í fyrsta skipti allt vörur sem seldar eru á Íslandi. Sjaldgæft, en dásamlegt auðvitað hvað úrvalið hefur blómstrað undanfarið. 

Rimmel Lasting Finish >>
Þessi farði, sem ég keypti í Hagkaup í Skeifunni, hefur verið óvænt uppáhald síðustu misseri. Ég hélt hann yrði of þungur fyrir þurru húðina mína þar sem hann á að endast extra lengi og gefa fulla þekju (ég fíla yfirleitt léttari farða) en það er auðveldlega hægt að nota hann í litlu magni og svo er hann enn léttari með blautum beauty blender. Reikna með að hann komi vel út á olíumeiri húð líka.

Maybelline Lash Sensational >>
Þessi maskari er nokkuð dásamlegur. Við fyrstu kynni fór hann beint ofan í skúffu og var ekki hreyfður í langan tíma en svo gaf ég honum annan séns þegar ég var búin með Grandiose frá Lancome, sem er annar uppáhalds maskari og þá kolféll ég fyrir honum. Hann er líka aðeins gæfari við veskið svona miðað við Grandiose sem er heppilegt. Góð blanda af þykkt og lengd í þessum. Maybellin fæst í Hagkaup og víða í apótekum. 

MAC Rose Pigment >>
Þetta pigment frá MAC sem ég fékk í jólagjöf er á einhverju öðru leveli, ég er gjörsamlega sjúk í það. Ég gerði nýlega þessa förðun með því sem ég var mjög hrifin af og fékk góðar viðtökur. Það er engin leið að fanga fegurðina alla á mynd en þið verðið bara að treysta orðum mínum þegar ég segi að það sé með þeim fallegri pigmentum sem ég hef augum litið. 

Skindinavia Finishing Sprey >>
Ég var svo heppin að fá senda prufu af þessu spreyi frá Evu á lineup.is fyrir jól og það mætti halda að ég hafi drukkið prufuna, ég kláraði hana svo fljótt. Ég var því himinlifandi þegar ég fékk spreyið í fullri stærð í jólagjöf. Það án gríns þrælvirkar til að láta förðun endast lengur, ég sver það! Svo hjálpar það til við að losna við púðuráferð sem er ekki vondur díll fyrir þurrhúðunga eins og mig. 

ArtDeco Varablýantur nr. 80 >>
Ég ákvað að grípa þennan ódýra varablýant með mér heim úr Hagkaup um daginn og er síður en svo svekkt yfir þeirri ákvörðun. Hann er skemmtilegur everyday nude og ég nota hann til að "finna" varirnar mínar þegar ég er búin að mála mig fyrir daginn- bara svona rétt til að fylla upp í útlínurnar og færa þeim smá líf fyrir daginn (losna við mesta næturgrámann af þeim). 

Milani Luminoso >>
Ég hef átt mér uppáhalds baked kinnalit frá Milani lengi, en það var ekki Luminoso. Ég elska Rose D'Oro kinnalitinn og hef notað hann mikið og varð eiginlega fyrir vonbrigðum þegar ég prufaði Luminoso fyrst. Núna gríp ég samt til hans daglega, hann er frábær svona dagsdaglega fyrir léttan lit og hellings ljóma (ég elska ljóma, meiri meiri ljóma!). Ég nota samt yfirleitt einhvern litsterkari við spes tilefni eins og fyrir djamm og slíkt (ég er alltaf náttúrulega djammandi á bumbunni útum allt). Milani vörurnar fást á haustfjord.is.

Meet Matt(e) Hughes í Committed >>
Og þetta er uppáhalds varaliturinn minn þessa dagana! Ég fékk hann óvænt að gjöf frá Evu á lineup.is sem er æði því ég hafði þráð hann í langan tíma. Mattur fljótandi varalitur í frekar látlausum lit (dásamlega fallegum!) sem hefur það kanski helst fram yfir hina möttu varalitina mína að ég finn lítið sem ekkert fyrir honum. Hann endist að vísu ekki eins lengi og L.A. Splash litirnir, en ég er sjaldnast að sækjast eftir sólahrings endingu svo það truflar mig ekki. Alveg elska þennan og gríp mun oftar í hann en hina varalitina mína þessa dagana!

Katrín MaríaEngin ummæli :

Skrifa ummæli