Ljóminn er góður
Hér að ofan gefur að líta uppáhalds highlighterana mína þrjá. Moonstone frá Becca, Mary-Lou Manizer frá theBalm og Stila Highlighter Duo. Þessa dagana nota ég Moonstone allra mest- en fyrir það varð Mary-Lou yfirleitt fyrir valinu. 


Moonstone >>
er ljósastur, hann er gulleitur en samt hvítari en Mary-Lou Manizer og ég hef persónulega meira gaman af highlighterum sem fara meira út í hvítt en gult svona dagsdaglega, finnst þeir virka náttúrulegri af einhverjum ástæðum. Moonstone gefur ljóma sem virðist nánast koma innan frá; náttúrulegan og látlausan en nógu áberandi fyrir ljómasjúkling eins og mig. 


Mary-Lou Manizer >> 
er eins og fyrr segir aðeins meira út í gult og auk þessu eru svolítið meira "chunky" ljómaagnir í honum, næstum glimmer sem gerir hann aðeins meira disco en Moonstone en hann er engu að síður einn sá besti í bransanum til að fá alvöru glow- og ég fer t.d. ekki út á lífið án hans. 


All-Over shimmer duo frá Stila >> 
er svo enn eldra uppáhald en ljósi tónninn í því er meira út í bleikt á meðan sá dökki er meira svona bronze-godess týpan. Ég hef alltaf notaði ljósa litinn meira því ég er með ljósa húð en svo er fallegt að blanda þeim saman þegar maður nær sér í tan. Ég hef ekki mikið gripið í þennan eftir að ég fór út í gultóna/hvítu highlighterana, líklega vegna þess að þeir tóna betur við húðina mína sem hefur gula undirtóna. 

Er ykkar uppáhald á listanum? Eða er eitthvað undur þarna úti sem ég er að missa af? 

Katrín María 


5 ummæli :

 1. Benefti watt's up, high beam og sun beam eru giiiiggjaðir ef þú fílar fljótandi/krem highlightera!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Ég þarf að fara að dýfa tánum í þessa krem highlightera!

   Eyða
 2. Ég keypti Ambient light edit palletuna fyrir jól (já ég veit að það er smá brjálun að borga hátt í 10 þúsund fyrir eina pallettu) og þar nota ég oft tvo liti sem highlighter, þeir heita dim light og iridescent light.
  Eflaust eina palletan sem ég á þar sem ég nota alla litina (þar að auki er diffused light og svo þrír litir sem ég nota sem kinnaliti, en einn af þeim er samt held ég flokkaður sem bronzer).
  En highlighter litirnir í þessari pallettu eru svo mátulegir svona hversdags, ljómi án þess að það sé brjálæðislega áberandi. Eiginlega fullkomin everyday lighlight

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já einmitt! Ég á tvö Hourglass Ambient púður og elska þau undir augun, birta einhvern veginn og blörra samtímis- elska þau. Svo nota ég ofantalda highlightera fyrir svona extra shine á efstu hluta andlitsins- einmitt af því að Hourglass er svona hlutlausara.
   En ég held einmitt að Hourglass sé snilld fyrir fólk sem fílar ekki diskólúkkið allan daginn alla daga haha! (Og vá hvað mig langar í Ambient palettuna)

   Eyða
 3. mér finnst moonstone frá Becca algjört æði! :D

  SvaraEyða