Óskalisti MAKEUP EDITION| Jól 2015

Jæja. Það gengur ekki að hafa förðunarblogg með jólaóskalista sem inniheldur engar snyrtivörur. Þannig að hér kemur það sem mig langar mest í á íslenskum snyrtivörumarkaði (þá meina ég hlutir sem fást hér heima, ekki íslenskir hlutir endilega)

Mig langar mikið í fleiri Red Cherry augnhár. Ég er spenntust fyrir #43 og #110 en langar að prófa þau öll samt. Þau fást t.d. í Makeup Gallerý á Akureyri og á Lineup.is

Mig langar í fullt af fleiri Eyekandy glimmerum, hvaða lit sem er, vil bara safna þessum elskum því þau eru æði! Fást á haustfjord.is

Mig langar í MAC pigment. Bara eitthvað fallegt- alla litina (á engan nema Vanilla). Ég elska pigment og veit þau eru mörg falleg frá MAC. Þau fást í MAC náttúrulega.

Mig langar líka í MAC Fix+ og ég lendi eiginlega óhuggulega oft í því að hugsa; oh nú þyrfti ég akkúrat að eiga fix+ (gríp þó alltaf í tómt). Það fæst í MAC. 

Mig langar í fleiri MAC varaliti. Efst á listanum eru líklega Russian Red, Velvet Teddy, Twig, Spirit, Kinda Sexy, Peach Blossom (Og já bara allir sem elinlikes talaði um í snapstory í kvöld hahaha, takksvomikið).

Mig langar í Lilly Lashes- bara hver sem er! Þau fást í Cool Cos í Reykjavík og ég er alveg allt of spennt að prófa. 


Mig langar í Inglot pigment. Hvaða liti sem er- þau eru öll dásamleg og ég á ekki eitt stykki. Fást í Inglot í kringlunni. 

Svo langar mig í Makeup Eraser klútinn sem fæst í Cool Cos. 

Mig langar líka óttalega mikið að prófa nýju Litcosmetics glimmerin sem fást á fotia.is! Mjög. 

Svo langar mig að skoða Make Up Store vörurnar betur, því ég hef ekkert verið að prófa þær. Væri til í að byrja á einhverjum fallegum kinnalitum. Fást í Make Up Store Smáralind. 

Ég væri líka til í að eiga fleiri Morphe palettur. Á 35S og 35C en langar í 35N, 35W, 35O og eiginlega bara restina líka haha. Fallegar og á góðu verði á fotia.is


Ég gæti raunar haldið áfram allt of lengi. Sérstaklega ef ég tæki allar snyrtivörurnar með sem eru ekki selda á Íslandi. En ég verð að stoppa einhverstaðar. 

Katrín María


Engin ummæli :

Skrifa ummæli