Sedona Lace Brushes| + Snapchat

Mikilvægar upplýsingar neðst í þessari færslu.
Loksins! Mikið sem ég hef verið spennt að gera þessa færslu. 

Það er nefnilega þannig að nú eru uppáhalds förðunarburstarnir mínir komnir í sölu á Íslandi- en þeir eru frá merkinu Sedona Lace og eru nú seldir á shine.is sem er íslensk verslun (og vefverslun). Ég hef verið að nota Sedona Lace burstana í meira en þrjú ár núna og þeir eru ennþá undirstaðan í flestum förðunum sem ég geri, hvort sem það er á mér eða öðrum. Sedona Lace eru á pari við Sigma burstana sívinsælu, og eru margir burstarnir að fyrirmynd Sigma, það var helst þess vegna sem ég keypti þá. Mig vantaði almennilega bursta- en ég var fátækur námsmaður og mig vantaði ódýrari kost en vildi samt vera viss um að ég væri að gera almennilega fjárfestingu sem ég yrði ánægð með og myndi endast mér í einhver ár. Við getum augljóslega sagt að ég hafi tekið rétta ákvörðun, mínir eru ennþá going strong og eru alltaf uppáhalds. Burstarnir eru tvennskonar, annars vegar er það upprunalega línan þar sem burstahárin eru svört, hvít eða bæði- það er sú lína sem ég hef verið að nota undanfarin ár. En svo er það Vegan línan þeirra, þeir burstar eru með bleikum hárum og það eru þeir sem eru komnir í sölu á Shine.is. Ekki leiðinlegt að geta verslað úrvals cruelty free bursta á sanngjörnu verði. Það skal tekið fram að það eru sömu burstar í báðum línum, bara öðruvísi á litinn.

Allir Sedona Lace Burstarnir mínir saman komnir. Bleika vegan línan og hvíta/svarta línan.
Eyrún hjá Shine.is var svo yndisleg að senda mér nokkra bursta úr Vegan línunni, en hún vissi að Sedona Lace burstarnir væru í uppáhaldi hjá mér. Ég keypti mér svo nokkra til viðbótar sem ég hafði augastað á. Ég hef því verið að prufa bleiku burstana undanfarið til samanburðar við þessa sem ég á og ég er að elska þá alveg jafn mikið. Þeir eru líka æðislegir á litinn (ég er reyndar veik fyrir svona öðruvísi burstum). Helsti munurinn á vegan línunni og hinni er sú að bleiku vegan burstarnir eru töluvert mýkri í viðkomu, sem er æði. 

Uppáhalds settið mitt er Vortex settið, en það er settið sem ég keypti mér fyrir rúmum þremur árum og jafnframt þeir burstar sem ég nota mest. Vortex settið er líka til í Vegan línunni. Þar eru 13 frábærir burstar og í alvörunni allt sem ég þurfti þegar ég var burstalaus förðunarsjúklingur. Settið er hannað af bloggara og er því svolítið step-up frá þessum basic förðunarsettum sem eru yfirleitt algengust, burstarnir henta betur þeim trendum sem eru í gangi í heiminum í dag og eru að mínu mati meira spennandi. Fyrir þá sem vilja vita meira um burstana ætla ég að spjalla betur um þá á Snapchat í dag og sýna ykkur hvernig ég nota þá og í hvað. Þar kynnist þið hverjum og einum bursta aðeins betur. 
Snapchat: katrinmariaa

Takk takk, sjáumst á snappinu!


Engin ummæli :

Skrifa ummæli