L.A. Splash

Þeir sem dýrka og dá förðunarheiminn á Instagram ættu að hafa heyrt um eða kannast við L.A. Splash fljótandi varalitina. Ég hafði að minnsta kosti heyrt þeirra getið oftar en ég kærði mig um (í ljósi þess að ég þarf sennilega ekki á meiru að halda í snyrtivörusafnið en finn mig alltaf knúna til að kaupa hype-aðar vörur). 

Ég náði að halda aftur af mér (og á ég lof skilið fyrir það). Alveg þangað til að þeir birtust á einni af mínum uppáhalds íslensku vefverslunarsíðum; Haustfjörð.is. Ég leit náttúrulega á þetta sem skilaboð frá æðri máttarvöldum og keypti fimm stykki. Enda er ég mikil hófmanneskja (eða þið vitið...).
Malevolent > Phantom > Till Midnight > Latte Confession > Lovegood

Formúlurnar eru þrennskonar; Lip Couture, Smitten Lip Tint Mousse og StudioShine Waterproof LipLustre. Að mínu mati allar mattar en Studio Shine inniheldur þó einskonar glimmer/shimmer agnir í "mattleika" sínum.

Ég keypti fjóra Lip Couture (gyllt lok) og einn Smitten Lip Tint Mousse (bleikt lok). Smitten liturinn (Lovegood) varð strax mitt allra mesta uppáhald, liturinn er fullkominn og svo finnst mér formúlan í honum best þrátt fyrir að hafa haldið að ég myndi ekki kunna við hana. Hún á það víst til að "springa/brotna" á vörunum ef maður fer óvarlega í ásetninguna en ég læt eina umferð duga og lendi aldrei í veseni. Formúlan er alls ekki ólík Lip Couture formúlunni en mér finnst hún bara aðeins þægilegri á vörunum (hin helst klístruð lengur). Það allra besta við þessa varaliti alla sem einn er hvað þeir endast lengi og þekja vel. Það er ótrúlega auðvelt að vinna með þá, og kanski var ég bara svona heppin í litavali, en enginn af litunum eru með vesen í þekju eða ásetningu (eitthvað sem ég lendi stundum í með L.A. Girl og Anastasia fljótandi varalitinina). Af öllum fljótandi möttum varalitum sem ég hef prófað eru L.A. Splash litirnir mitt uppáhald- þ.e. ef tekið er inn í þekja, ending og tilfinningin á vörunum. Held ég gæti borðað múldýr án hnífapara án þess að það hefði tiltöluleg áhrif á þessa varaliti, þeir haldast á eins og kaka á rassi. 

Í mestu uppáhaldi þetta augnablikið eru Lovegood og Phantom.
Besti sénsinn ykkar á að sjá þessa varaliti "in action" þ.e. á vörunum mínum er að fylgjast með á instagram (katrinmariaa) og snapchat (katrinmariaa).

Takk, þið eruð æði og þessir varalitir líka. 
Katrín María15 ummæli :

 1. Hahahah borðað múldýr án hnífapara..ég get samt vottað það. Át og drakk og svo skrúbbaði eg og skrúbbaði og aldrei fór helvítis liturinn af nema þegar ég notaði olíu. Græt yfir því að eiga bara einn lit - þeir verða fleiri innan skamms

  SvaraEyða
  Svör
  1. ..."ég get samt vottað það", ert þú mikið í múldýraátinu? Hahah!
   En já þeir eru klikkaðir, og sama hér- mér finnst einhvernveginn eins og ég stoppi ekki fyrr en ég á að minnsta kosti helminginn af öllum litunum (veik).

   Eyða
 2. Svör
  1. Takk Fjóla! Ég var hrifin af þeim líka!

   Eyða
 3. Vá hvað þetta eru flottar myndir! Hvaða myndavél ertu komin með ? :)

  Ég er gjörsamlega að bíta í mig til þess að reyna a panta ekki.. langar í svoldið svona nude legan en er drauga buddyinn þinn (hvítari en allt) og virðist aldrei finna góðan nude, plís mældu með einhverjum fyrir mig?!?

  p.s love you blogg queen

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk elsku Lilja <3 Myndavélin heitir Canon EOS 50D, bomb!
   Ertu að spá í nude-legan frá LA Splash eða bara nude-legan yfir höfuð? Ég er eiginlega ekki búin að skoða hina litina frá LA Splash nógu vel en ég þyrfti að senda þér mynd af Latte Confession- hann er ekki beint nude, en samt svona frekar muted þannig kanski væri hann næs? :D

   Annars er uppáhalds nude kombóið mitt þessa dagana Milani Matte Beauty+ Gerard Cosmetics Buttercup. LIKEITALOT.

   Eyða
 4. Langar pínu í allaveganna einn LA splash! Væri mega mikið til í mynd! En var bara að meina yfir höfuð haha 🙈 hef einmitt mikið verið að pæla í buttercup, kannski er hann bara málið!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já hann er æði! Finnst hann reyndar pínu of ljós einn, en nota yfirleitt bara aðeins brúnni varablýant eða varalit undir :)

   Eyða
 5. Þessar myndir eru out of this world Katrín! Vel gert.. .var að fatta að ég gleymdi eiginlega að lesa færsluna því ég slefaði svo yfir myndunum......

  SvaraEyða
  Svör
  1. Haha takk Bestrea! <3 Myndir segja meira en þúsund orð hvort sem er er það ekki?

   Eyða
 6. Takk fyrir færsluna :)
  Ég veit ekki hvort ég eigi að lofa þér eða bölva þér fyrir að hafa komið mér á lag með þessa varaliti. Held þetta sé komið út í fíkn. Byrjaði að panta einn, tvemur dögum seinna annann. Viku síðar þann þriðja og svo þegar sendingin kom í Haustfjörð voru það þrír í einu! (og langer í fleiri heeeh)
  Alveg ótrúleg snilld sem þessir varalitir eru, finnst einmitt svo mega böggandi að vera með varalit sem þarf endalust að vera að bæta á. Snillllllld í glasi! Og þetta er rosa sniðugt fyrir mig því ég nenni aldrei að mála mig en finnst gaman að skella smá lit á varirnar. Án vandræða :))
  Geðveikar myndir líka!
  Þú ert best og þessir varalitir eru snilld og myndirnar eru rosa rosa fínar <3

  SvaraEyða
  Svör
  1. Hahah þú ert æði <3
   Ég myndi segja lofa (þó þetta sé mjög fjárhagslega óhagstætt) því maður fær bara svo mikla gleði í hjartað við að eignast fallegar og góðar snyrtivörur. Haha ég er í sama pakkanum, get ekki hætt að bæta í safnið- held ég stoppi ekki fyrr en ég á þá alla (á endanum kanski). Þú verður að sýna mér alla þína!
   Takk fyrir þú ert líka best :)

   Eyða
 7. Áttu mynd af þér með latte confession? Ekki það ég fylgist með á snapchat svo ég hef örugglega séð hann án þess að vita af því :)

  -Sæunn

  SvaraEyða
  Svör
  1. Heyrðu já ef þú ferð inn á instagram hjá mér (katrinmariaa), fyrsta myndin sem þú sérð af mér með sólgleraugu- þar er ég með hann á vörunum :D

   Eyða