Umfjöllun| YSL Les Sahariennes Sun Kissed Blur Perfector

YSL Saharienne Sunkissed Blur Perfector er einskonar krembronzer. Eða "balm-to-powder" vara sem er kremkennd í umbúðunum en þegar maður setur hana á sig þornar hún og verður púðurkennd/flauelskennd. Mig vantaði svo bronzer (Nars Laguna og Bodyshop Honeybronzer báðir algjörlega tómir hjá mér) og mér fannst þessi vara frá YSL svo áhugaverð þegar ég sá hana í Hagkaup að ég skellti mér á hana. Þessa vöru má nota yfir allt andlitið ef maður vill svona heilt yfir sun-kissed yfirlit, en svo er líka hægt að nota vöruna til að skyggja bara ákveðin svæði, þá með meira í burstanum í einu (það fylgir reyndar verkfæri með sem er svampur öðru megin og bursti hinum megin, en ég nota yfirleitt mína eigin bursta). Ég nota þetta aðallega til að fá svona aðeins hlýju í andlitið og ferskleika.

Helstu kostirnir eru að maður fær svona sun-kissed yfirlit á sem náttúrulegastan máta. Varan er í sjálfu sér mött, en gefur þó ljóma sem ég tek sérstaklega eftir og finnst fallegur (eitthvað sem ég fæ ekki út úr venjulega sólarpúðrinu mínu). Ég á næstdekksta litinn, lit nr. 5 sem heitir Ambre og mér finnst hann mátulegur. Vöruna má nota til að skyggja en mér finnst ég þurfa að nota eitthvað dekkra í slíkt- svo að ég nota þetta helst bara sem all over bronzer. Helstu gallar eru að ég þarf aðeins meiri tíma í að setja þessa vöru á mig en venjulegan púður bronzer (en mér finnst þetta alltaf tilfellið með kremvörur). Svo finnst mér liturinn dofna svolítið með deginum og í lok dags er aðallega ljómi eftir, sem er samt fallegur. Hvort varan blörrar eins og hún á að gera get ég ekki hengt mig upp á, enda ekki endilega að sækjast eftir slíku, en mér finnst hún líta extra fallega út á húðinni minni (betur en ef ég er bara með púður bronzer) svo það er allavega eitthvað að virka.
Heilt yfir er ég ánægð, þá sérstaklega með yfirlit húðarinnar og ég mun koma til með að nota vöruna áfram. Ég mæli alveg með henni fyrir þá sem eru að leitast eftir ljóma í förðunarrútínunni, það má vel skipta púðurbronzernum út fyrir þessa fallegu kremvöru. En ef maður er að leitast eftir  einhverju eins og 12 tíma endingu (sem er kanski ólíklegt) þá ætti maður að leita annað.Engin ummæli :

Skrifa ummæli