Blogglægð × Hringferð

Hæhæ! Ég er að gera heiðarlega tilraun til að blogga í símanum mínum á nánast ólifandi símaneti. Ég er stödd í sumarbústað fyrir austan og vildi bara láta vita af mér.
Ég útbjó nefnilega tvö blogg fyrr í vikunni (þar af eitt YouTube myndband sem er væntanlegt) en svo tókum við skyndiákvörðun um að hefja hringferð um landið mun fyrr en ætlun var og þar sem ég skyldi tölvuna eftir heima eru færslurnar tvær bara fyrir vestan að safna ryki þar til eftir verslunarmannahelgi.  

Mér fannst samt ómögulegt að hafa bloggið alveg sofandi þangað til, sérstaklega í ljósi þess að síðan fékk nýtt útlit í síðustu viku og er orðin svona óheyrilega spengileg. Þannig að hér fáið þið örfáar myndir í bili úr fyrri hluta hringferðar. En svo er ég líka alltaf virk á snapchat (katrinmariaa) þannig að áhugasamir geta fylgst með mér þar (held ég fari að henda í travelmakeup snöpp þar á næstunni t.d.). Hafið það gott í íslenska sumrinu öll ♡
Jæja, ekki nema 5 tímum eftir að ég byrjaði á þessari færslu næ ég loks að pósta henni. Þar til næst ♡


Engin ummæli :

Skrifa ummæli