Sumar með Morphe 35C| Förðun

Ég var búin að tala um það bæði hér á blogginu og í myndbandi hvað ég elska Morphe 35C palettuna mína mikið. Hún er yndæl, og sérstaklega svona að sumri. Ég henti í mini tutorial á snapchat (katrinmariaa) um daginn og úr varð þetta lúkk:Þið getið látið ykkur hlakka til þess þegar ég flyt loksins vestur. Þar kemst ég í alvöru myndavél og get sagt skilið við þessar óáhrifaríku símamyndir í bili. 

Litirnir sem ég notaði:

Hvíti var notaður yfir allt augnlok.
Appelsínuguli var notaður í glóbus og blandaður upp á við. 
Brúni var notaður til að dýpka skygginguna í glóbus. 
Bleiki var notaður í innri augnkróka.
Guli var notaður á neðri augnháralínu. 

Morphe Brushes vörurnar kaupi ég á fotia.is, frí sending sem er toppnæs!

Fljótlegt og skemmtilegt en ótrúlega sumarlegt ef maður vill breyta aðeins út af vananum. 
Svo er annað slagið dugleg að snappa um eitthvað makeup tengt eða bara almennt flipp. Þannig ég mæli með því fyrir áhugasama að adda mér á Snapchat; katrinmariaa. Engin ummæli :

Skrifa ummæli