Loréal Infallible 24 Hour Stay Fresh Foundation| UmfjöllunUndanfarin misseri hefur Infallible farðinn frá Loréal verið að vekja mikla lukku í bloggheimum, þá helst þessi matti (Loreal Infallible Pro Matte 24 Hour Foundation). Þar sem ég er ekki matta týpan og er með þurra húð þá ákvað ég að prufa "Stay Fresh" útgáfuna af farðanum sem á samt líka að endast í 24 tíma (sénsinn). Svo vantaði mig nýtt meik.


Ég byrjaði á að falla harkalega fyrir honum. Áferðin er draumur- næstum eins og olíukennd í viðkomu (mínus olía!) þannig kanski meira eins og silki. Meikið er ofsalega létt á húðinni og það er pínu eins og maður sé ekki með neitt en það þekur samt ótrúlega vel (miðlungs til full þekja). Ég prufaði reyndar ekki sólahring, en það entist vel í 8-10 tíma á mér.

Ég keypti ljósasta litinn, sem var svona eins og öll hin meikin mín- kanski aðeins dekkri en húðin mín en auðveldlega hægt að láta það ganga. Maður hefur ekkert val þegar maður er næpuhvítur. 

En þá komum við að vandamálinu. Eftir að hafa dásamað þetta meik í viku fór ég að taka eftir stórum galla- ég áttaði mig á því þegar ég fór að fylgjast betur með að ég varð alltaf appelsínugul þegar líða fór á daginn. Seinna áttaði ég mig á því að það gerðist alltaf strax innan við klukkutíma eftir að ég setti meikið á mig. Eins og við vitum eiga meik og hyljarar það til að dökkna svolítið þegar það kemur út í bert loft, úr dollunni (kallað oxidization á ensku)- en þetta Infallible meik dökknar alveg um marga húðliti fyrsta hálftímann- miklu meira en önnur meik sem ég nota. 

Hér er Nars meikið mitt (vinstra megin) og Infallible meikið (hægra megin). Litirnir voru eins þegar ég setti þá á handabakið, en 10 mínútum síðar höfðu þau bæði dökknað (eins og gerist alltaf aðeins) nema hvað, Infallible meikið dökknar miklu meira og verður appelsínugultóna. Það sama gerist á andlitinu á mér, þannig að í lok dags er ég allt í einu með allt of dökkt meik sem passaði frábærlega um morguninn. 


Hér er ég bara búin að setja meikið á hægri hlið andlitsins. Ótrúlega falleg og náttúruleg þekja og birtir yfir andlitsdráttum. Sést helst munur í kringum augun.

Ég er svo brjálæðislega hrifin af þessu meiki en liturinn er að skemma það fyrir mér. Þetta er örugglega frábært fyrir þá sem eru aðeins dekkri en ég. Ég veit að það er til einn litur fyrir neðan þennan sem ég á en ég held hann fáist ekki á Íslandi (allavega ekki á Akureyri). Mig langar svo að prófa hann, því þetta meik fór beint í top 5 uppáhalds, fyrir utan þetta með litabreytinguna. Mæli klárlega með- en þó ekki með Vanilla ef þið eruð mjög ljós. 1 ummæli :