Ilmvötnin mín| Uppáhalds

Ég hef lengi ætlað að deila með ykkur ilmvötnunum mínum. Ég á nú ekkert gríðarstórt safn, en alveg nóg til að henda í eins og eina færslu. 


Þetta eru þessi helstu. 
Escada ilmvötnin eru alltaf bara sumarklassík, ég er ekkert allt of sjúk í þau en það er fínt að spreya þeim á ef maður vill ekkert mikla lykt, en samt smá svona frútí frískleika (oj). Þau endast heldur ekkert lengi á manni (eu de toilette). 

Taylor Swift ilmvötnin eru og hafa lengi verið í miklu uppáhaldi. Séstaklega fyrra Wonderstruck ilmvatnið (fjólubláa). Fæ stanslaust hrós þegar ég er með það, svo það fer mér greinilega vel (ég finn lyktina aldrei). 

Lady Gaga og Nicki Minaj eru voðalega klassískir stjörnuilmir, mér finnst þeir alveg góðir og þeir vekja yfirleitt lukku þegar ég er með þá. En þeir eru alls ekkert extra grípandi eða áhugaverðir. 

Að lokum er það svo Guerlain La Petite Robe Noire (litli svarti kjóllinn) en það er dýrasti ilmurinn sem ég á og hann er líka mun margslungnari en hinir. Það er allt að gerast í honum. Vanilla, kirsuber, lakkrís og allt í bland- svo breytist ilmurinn á manni í gegnum daginn og sýnir mismunandi ilmbrigði. Hann er mjög spes og mjög kryddaður svo að ég þarf að vera í sérstöku skapi til að höndla hann. 




Það er eiginlega fáránlegt hvað ég á bara ódýra og basic ilmi miðað við hvað ég er mikill ilmvatnsmerkjasnobbari. Góð ilmvötn eru bara svo góð- en ég seldi lengi ilmvötn í snyrtivöruverslun og þar vandist maður ansi góðu.

Efst á listanum núna eru Gucci Flora, Marc Jacobs Dot og Daisy, Miss Dior Chérie, Dolce&Gabbana Light Blue, Versace Pink Crystal og Versace Yellow Diamond. (Plús milljón önnur en ég þarf að chilla).



Engin ummæli :

Skrifa ummæli