Gerard Cosmetics| Umfjöllun

Ég gat ekki annað en hoppað um borð í Gerard vagninn þegar ég sá alla fallegu varalitina þeirra vekja gleði og kátínu víðsvegar í netheimum. Að auki hafa tveir af mínum uppáhalds YouTube-urum slegist í lið með þeim og hannað sína eigin liti og þrá mín jókst eftir því.
Ég keypti mér fjóra liti því þeir voru á afslætti.
Tequila Sunrise | Grape Soda | All Dolled Up | Buttercup

Buttercup er reyndar eini sem er hannaður af Youtube-ara, henni Jaclyn Hill. Mig langaði líka í Kimchi Doll sem er hannaður af Sophiu Chang (fashionista804) en ég heyrði svo á YouTube að hann væri eiginlega alveg eins og Buttercup nema bara minni þekja og aðeins ljósari, þannig ég lét Buttercup duga (svo er ég alveg glötuð þegar kemur að nude varalitum). 

Hingað til er ég mjög ánægð með þá. Þeir eru litsterkir og þekjandi, endast þokkalega vel og svo finnst mér pakkningarnar mjög fallegar- alveg eins og MAC pakkningarnar en kanski örlítið "ódýrari" í viðkomu (og auðvitað öðruvísi á litinn). Ég set like á Gerard Cosmetics- þeir selja líka ótrúlega falleg gloss. Engin ummæli :

Skrifa ummæli