Geisha Wigs| Umfjöllun

Hæ, ég er mjög mikið að skila af mér íbúð í þessari vikur og hef vægast sagt engann tíma til að setjast niður og blogga. SKIL Á MORGUN OG ÞÁ ER ÉG FRJÁLS.
En hér er smá- svo þið gleymið mér ekki.

Ég tók upp á því um daginn að panta mér hárkollur eftir að hafa dreymt um það í lengri tíma. Ég er búin að fylgjast með HairHeGoes og öllum hans undursamlegu sköpunum á instagram í lengri tíma og svo sé ég hárkollur frá Geishawigs alltaf oftar og oftar poppa upp hér og þar líka. Mér finnst þetta svo frábær viðbót við skemmtilega förðun að ég gat ekki lengur staðið á mér og splæsti í tvær kollur frá Geisha Wigs

Þær koma í svona plastpokum sem mælt er með að geyma þær í (frekar en á gínu eða öðru slíku)
Ofan í pokanum eru þær í svona einskonar hárneti 
Svona eru þær að innan- auðvelt að staðsetja þær á höfði 


Ég á bara mynd af mér með gráu hárkolluna (þessa hér að ofan) en ég skartaði henni einmitt í nýlegu Update myndbandi. Hárkollurnar eru náttúrulega úr gerviefni, en þær eru töluvert vandaðar og það er í lagi að nota hita upp að 180°F (82°C) til að stílisera þær. Þær kosta tæpar 5.000 krónur og allt í allt borgaði ég um 15.000 fyrir þær tvær hingað komnar, sem mér finnst ekkert hræðilegt fyrir nokkuð vandaðar kollur. Það er alveg hægt að fara með þær út og fólk veit ekkert endilega að þetta sé gervi- en það er náttúrulega mökkpirrandi að vera með plasthár í andlitinu allan daginn. 

Mér finnst þetta langskemmtilegast sem "prop" fyrir makeup myndir og myndbönd. Sjáum hvort ég leggi í heilan dag einn daginn (ekki boðlegt á heitum degi giska ég samt á).
Ég á klárlega eftir að panta fleiri fallegar kollur hjá þeim. Allar sem mig langaði mest í voru uppseldar síðast svo ég keypti bara algjörlega random liti. Langar í einhverja fallega og litríka Ombré kollu næst.Engin ummæli :

Skrifa ummæli