Eyekandy Glimmer| UmfjöllunEftir að hafa notað hrikalega léleg glimmer, ekki ætluð augum, í allt of mörg ár er ég loksins dottin í glimmer lukkupottinn þegar ég rakst á Eyekandi glimmerin inni á haustfjord.is (vá... ég er búin að minnast á haustfjord í tveimur færslum í röð, er ekki sponsuð, lofa). Og það skal tekið SKÝRT fram í þessari færslu að maður á alls ekki að nota glimmer á augun sem ekki er ætlað augum (föndurglimmer, naglaglimmer, bodyglimmer) bara NEI. Ég er bara óþekk. Það geta leynst glerflísar og allskonar hættulegt gúmmulaði í svoleiðis glimmeri sem má alls ekki komast í návígi við hornhimnur og annað augnalegt. 

Glimmer er fallegast úr fókus. Nýtur sín best þannig. Það er samt vont fyrir sálina á alla aðra vegu að hafa myndir úr fókus, lifum með því.

Ég pantaði mér fyrst af öllu Double Bubble glimmerið (efst á þessari mynd) sem ég varð mjög hratt sjúk í. Því næst pantaði ég mér Violet You're Turning Violet úr limited edition vorlínunni og var svo heppin að fá You're My Boy Blue með sem er líka úr limited edition vorlínunni. Þá vantar mig bara  On Wednesday's We Wear Pink og þá er vorlínan mætt heim til mín eins og hún leggur sig. Ekki ólíklegt að ég kaupi það bara út af nafninu...Hér skarta ég You're My Boy Blue eiginlega sem eyeliner í þessu annars hlýja rauðtóna lúkki. Ég er mjög hrifin. Og hér er Double Bubble í aðalhlutverki. Þá á ég bara eftir að prófa Violet You're Turning Violet

Glimmerin koma í þremur grófleikum Sugar, Fine og Superfine. Þannig maður getur valið hvort maður verslar gróft eða mjög fínt eftir því hvað maður fílar. Ef þið viljið sjá aðra liti (og t.d. Violet You're Turning Violet "in action") þá vil ég mæla með þessari frábærlega upplýsandi (og fallegu) færslu sem Birna Magg gerði á birnamagg.com

Síðan ég skrifaði þessa færslu í síðustu viku hef ég náð að prófa Violet You're Turning Violet, þannig ég leyfi þeim myndum að fljóta með hér líka. Er með það í innri augnkrókum á eftirfarandi myndum. Ljómandi fallegt. Sá svo áðan að Þórunn Sif birti færslu um Eyekandy í vikunni á síðunni sinni thorunnsif.com mæli eindregið með því að þið kíkið á hana fyrir ítarlega umfjöllun um glimmerin :)

2 ummæli :

  1. Hvaða augnhár ertu með á mynd 1 og 2? :D

    SvaraEyða
    Svör
    1. Red Cherry númer 110, þau eru snilld! :D

      Eyða