Smashbox Full Exposure Palette| Umfjöllun

Smashbox vörurnar fást á hinum ýmsu stöðum, ég hef t.d. séð þær í Hagkaup Kringlunni og Lyf og Heilsu á Glerártorgi. 

Svolítið notuð og subbuleg, samt falleg. 

Ég hafði heyrt mikið um Full Exposure palettuna á YouTube og seinasta ár var ég staðráðin í að kaupa mér hana fyrst hún fékkst á Íslandi. Það endaði svo reyndar með því að ég fékk hana í jólagjöf sem ég var hæstánægð með. 

Í palettunni eru 14 augnskuggar, í efri röðinni eru 7 shimmer/glimmer augnskuggar og í neðri röðinni eru 7 mattir augnskuggar. Þessi jafna blanda af möttum og shimmer augnskuggum er stór kostur við palettuna, þarna er maður komin með ótrúlega marga möguleika. Palettan býður upp á einfalda og milda förðun og allt upp í mjög dramatíska og dökka/glimmer förðun.


Augnskuggarnir eru frekar pigmentaðir, maður þarf þó góðan grunn sérstaklega undir glimmer augnskuggana ef maður vill að glimmerið haldist almennilega á augnlokinu. Þeir eru ekkert framúrskarandi hvað blöndun varðar en maður getur heldur ekki alltaf búist við slíku. Mér finnst úrvalið af möttum blöndunarlitum ótrúlega gott og þetta er snilldar paletta til að ferðast með- maður hefur allt þetta mest basic fyrir augnförðun þarna á einum stað.


Glimmerskuggarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Oftast þegar ég nota bara venjulegan shimmer augnskugga yfir allt augnlokið finnst mér alltaf vanta eitthvað örlítið meira til að poppa hann upp og bæti því yfirleitt smá glimmeri yfir sjálf. Í þessari palettu eru þrír augnskuggar með innbyggðu glimmeri þannig ég þarf engu við að bæta. Það þarf þó eins og ég sagði góðan klístraðan grunn til að glimmerið festist með skugganum, annars fellur það auðveldlega frá þegar skugginn er settur á augnlokið. 

Ég notaði Full Exposure palettuna í glóbuslínuna í þessari förðun. Glimmerið er þó ekki úr henni. 
Ég er mjög ánægð með palettuna, margir og góðir klassískir litir á einum stað. Nú langar mig að eignast næstu palettu á eftir þessari; Double Exposure frá Smashbox. Kanski maður skelli sér á hana, ég vona að þeir hafi lagt meira í formúluna síðan þessi var gefin út svo skuggarnir séu auðveldari í blöndun.4 ummæli :

 1. Ó mig hefur dreymt um þessa svo lengi - verð eiginlega að fjárfesta. Matt og shimmer til helminga er svo fullkomið kombó!

  -Sæunn

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já það er eiginlega must að fá svona bland, finnst oftast vanta matta liti svo það er frábært að hafa þetta bara 50/50!

   Eyða
 2. Viltu gera förðun með þessum augnskuggum? Langar svo að sjá :D

  SvaraEyða