Sleek Pout Paint| Umfjöllun

Í óðsmannsleit minni að bláum varalit um daginn endaði ég óvart á því að fjárfesta í þremur stykkjum, einn af þessum bláu varalitum fann ég á haustfjord.is en þar taldi ég mig hafa dottið aldeilis í lukkupottinn því að hann var svokallaður fljótandi varalitur og í sömu línu var til hvítur fljótandi varalitur svo að ég sá fyrir mér að þarna hefði ég nælt mér í allskyns útgáfur af bláum varalitum ef ég myndi blanda þessum bláa og hvíta saman í mismunandi hlutföllum.

Þessir varalitir eru frá Sleek og eru í fljótandi formi. Það þarf ofboðslega lítið af þeim og þeim má blanda saman á alla vegu. Að auki eru þetta svo kallaðir stains sem þýðir að þeir lita varirnar svo liturinn helst extra lengi (og varirnar eru litaðar jafnvel eftir að búið er að þvo þá af).
Ég keypti mér hvíta (Cloud 9) og bláa (Peek A Bloo) en er svo mikið dekurdýr að ég fékk þrjá aðra með til að prufa (Rosetta, Pinkini og Lava). Nú bý ég því svo vel að geta búið til allskonar blöndur og fengið út allskonar fallega varaliti. 

Það er eitthvað að þessu "Collage" forriti sem ég nota... gerir mig stundum eins og postulínsdúkku. Veit ekki hvernig ég kem í veg fyrir það. En þetta eru Rosette, Lava og Pinkini. Og mjög myglað vinnuandlit, sem sést sem betur er ekki því ég er svo nýskeind í framan út af þessu myndaforriti (myndirnir eiga að vera eins og þessi hér fyrir neðan).

Lava, Rosette, Pinkini, Peek A Bloo og Cloud 9. 

Hér blandaði ég Lava og Cloud 9 saman og fékk út þennan líka fína laxableika lit.

Svo hér er ég alveg ótrúlega hress, með úfið hár og laxableikan varalit eftir 8 klukkustunda vinnudag.

Ég hef átt Pout Paint frá Sleek áður. Ótrúlega næs varalitir (sérstaklega ef maður hefur gaman af því að blanda og tilraunast með varaliti) og það er skemmtilegast hvað þarf lítið í einu, þannig maður fer ekkert á bömmer ef maður blandar óvart hræðilegan lit, maður byrjar bara aftur.2 ummæli :