Öðruvísi förðun

Ég veit ekki alveg hvað ég get kallað þetta. Fantasy förðun? Avant Garde? Ég kalla þetta kanski ekkert sérstakt, því þetta er ekkert sérstakt, bara eitthvað og allskonar. 

Ég er mikil ævintýra og annarsheims manneskja. Þ.e. ég elska allt svona ævintýra og/eða bækur og myndir og hugmyndir sem eru ekki af þessum heimi endilega. Eitthvað sem er ekki til. Ég elska svoleiðis. Ég gæti hugsað mér að skrifa bækur um allskonar sem er ekki til og ég get endalaust lesið bækur um aðra heima. Stundum blása þessir heimar í mig andagift og úr verður eitthvað öðruvísi. Eftirfarandi eru til dæmis þannig lúkk. Þau meika ekkert endilega sens- og þurfa ekki vera falleg í allra augum, en eru bara frá hjartanu hverju sinni.
Þessi lúkk birtast yfirleitt á instagram frekar en hér. Svo ég mæli með instagram.com/katrinmariaa ef þið viljið fylgjast frekar með. 
Engin ummæli :

Skrifa ummæli