NYX Macaron Lippies| Umfjöllun
Það er greinilegt að sumarið er á leiðinni því ég er að tapa mér í litríkum varalitum. Mig hefur lengi langað að prófa NYX Macaron varalitalínuna en hún er töluvert óhefðbundnari en gengur og gerist. 

Ég ákvað að gera bara einhverja mjög neutral og óáberandi förðun til þess að taka myndir af varalitunum, þar sem þeir eru alveg nógu áberandi sjálfir. Það endaði samt óvart svona. Þessi förðun átti að vera rosa hipp og kúl, en ég er eins og Rorschach mynd eftir leikskólabarn.


Mér finnst litirnir mjög skemmtilegir, vildi samt að ég hefði pantað Lavender litinn, hann virkar fallegur. Þeir koma á óvart í gæðum en ég myndi segja að Earl Grey væri sístur af þeim- minni þekja og meira "streaky". Þeir eru allir með glansáferð (ekki shimmer samt) en verða fallega mattir með lausu litlausu púðri yfir.


Mínir uppáhaldslitir af þessum fimm eru Blue Velvet og Pistachio. Nú þarf ég bara að gera dauðaleit af varablýöntum í stíl- ég er slakasti varalita-ásetjari á Íslandi.


Engin ummæli :

Skrifa ummæli