L'Oréal True Match Lumi Farði| Umfjöllun

Í þessari færslu ætla ég að deila minni skoðun á True Match Lumi farðanum frá L'Oréal sem ég keypti mér úti á Florida í haust og hef verið að prófa síðan. 

Skál fyrir meistaratöktum í myndatöku. Eða svoleiðis. 
Farðinn á að gefa raka og ljóma. Hann er 40% vatn og á þannig að halda raka í húðinni út daginn. Farðinn er með 20 í SPF og hann á að henta öllum húðtýpum. Til lengri tíma á hann jafnvel að hafa ákveðna virkni og L'Oréal tala um að á mánuði ættirðu að sjá jákvæðar breytingar á húðinni þinni, jafnara og bjartara yfirlit. Farðinn hefur létta þekju sem má byggja upp. 

Ófarðað andlit vinstra megin og L'Oreal True Match Lumi einn og sér hægra megin.

Ófarðað andlit versus full andlitsförðun.

Og hvað finnst mér?
Ég er búin að gera margar tilraunir til að elska þennan farða eins og svo margir aðrir gera, en það er mér bara algjörlega ómögulegt. Ég hef notað margskonar bursta og svampa, fingur og primera en farðinn blandast bara ofboðslega illa inn í húðina mína. Ég er með frekar góða og vandamálalausa húð- helst þurra ef eitthvað vesen er þannig ég hélt þessi farði yrði gullinn fyrir mig. Mér finnst hann mest bara hreyfast fram og aftur ofan á húðinni og áferðin verður aldrei náttúruleg. 

Farðinn ýkir allar misjöfnur svosem svitaholur og þess háttar. Ég hef hingað til aldrei tekið eftir eða spáð neitt í svitaholum því þær eru alls ekki áberandi á mér, en með þessu farða eru þær algjörlega upplýstar. Að auki festist hann í og ýkir þurrkubletti sama hversu smáir þeir eru. 

Það verður að segjast eins og er að farðinn gefur ótrúlega fallegan ljóma, sem ég elska, en ég get ekki notið þess að horfa á hann öðruvísi en í mikilli fjarlægð (og svo er hann allt í lagi á myndum). Það hentar bara ekki alveg nógu vel fyrir förðunaráhugasaman fullkomnunarsinna að farðinn líti bara vel út við sérstakar aðstæður (í myrkri/fjarlægð hahah). 

Það er honum til bóta að hann ljómar ofboðslega fallega og myndast vel, en hann virkar bara alls ekki fyrir mig, því miður því ég hef heyrt að hann sé í algjöru uppáhaldi hjá mörgum. 4 ummæli :

 1. Ég er í sama pakka - tek hann alltaf upp aftur og aftur en hef gefist upp, hann er ekki að virka fyrir mig! Dior nudeskin air hinsvegar er æði (og alltof dýr)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Oh ég þarf að prufa Dior Nudeskin! En já... þetta dýrasta á það til að slá í gegn hjá manni- næstum sárt að versla snyrtivörur á Íslandi haha!

   Eyða
 2. Mig langar einmitt svo að prófa hann! ég varð fyrir eins vonbrigðum með MUFE HD foundation, hann bara blandast ekki inn í húðina mína og áferðin verður svo asnaleg eitthvað. Plús þá valdi afgreiðslukonan alltof ljóst fyrir mig. Ætla að prófa þennan bráðum samt - fingers crossed að ég elski hann eins mikið og allir á youtube haha

  SvaraEyða
  Svör
  1. Haha já ég einmitt eeelska MUFE HD, en man að ég var svolítið lengi að venjast honum (finnst hann alveg smá ýkja ójöfnur og þannig- en er bara svo fallegur í heildina fannst mér).
   Það er einmitt svo pirrandi með þennan LUMI farða, alltaf þegar ég skoða myndir af honum er ég bara; VÁ hvaða fallega meik er ég eiginlega með á þessari mynd!? Og svo bara, oh djöfull loréal lumi...

   En já ótrúlegt hvað smekkurinn getur verið misjafn, vonandi er hann fullkominn á þinni húð!

   Eyða