Lancôme Miracle Cushion| Umfjöllun

Í höfuðborgarferð liðinnar helgar átti ég leið um snyrtivörudeildina í Hagkaup, Kringlunni. Ég gekk óvænt út með tvær vörur frá Lancôme (Húrra fyrir 20% afslætti). Miracle Cushion farðann og Grandiose maskarann. Íslensk blogg sem og netheimar allir hafa undanfarið iðað af líflegri umfjöllun um ofantaldar vörur og það er erfitt að stilla sig um að prófa vörur sem hafa fengið mikið lof. 

Hvað er Miracle Cushion farðinn og hvað finnst mér um hann?Farðinn kemur í lítilli dós með svampi sem heldur honum ofan í dósinni. Meðfylgjandi er svampur til áburðar. Farðinn er léttur og rakagefandi og hentar því sérlega vel fyrir þurra húð- en að sjálfsögðu geta allir sem vilja notað þennan farða. Farðinn gefur litla þekju og hentar því best fyrir þá sem vilja rétt jafna húðlit og áferð húðarinnar. Þeir sem sækjast eftir meiri þekju og lengri endingu ættu líklega að halda sig frá þessum farða. Það er þó að einhverju leyti hægt að byggja upp þekju með þyngri ásetningu eða með því að fara oftar yfir vandamálasvæði. Að endingu gefur hann þó alltaf í mesta lagi miðlungs þekju (ef það).  Mér finnst farðinn frábær á þeim dögum sem ég vil aðeins fríska upp á útlit húðarinnar (t.d. í vinnunni- þegar ég vil vera lítið sem ekkert máluð, en samt frískleg). Þetta minnir pínulítið á BB eða CC krem- kanski örlítið uppbyggilegri þekja. En á mér er farðinn mjög blautur svo ég verð að setja hann með púðri- sem ég geri hvort sem er yfirleitt. Í lok dags var ég farin að sjá frekar mikið í gegnum hann en fannst hann þó ennþá standa sig vel í að halda húðlitnum jöfnum svona heilt yfir.

Án farða| Ein umferð af farða| Farði+restin af andlitsvörum

Ef vel er að gáð sést að farðinn jafnar út rjóðar kinnar og svolítið af gula litnum í kringum munnsvæði sem og litaójöfnu í kringum nef og á augnlokum. Að auki gefur hann fallegan ljóma.

Mér finnst farðinn gefa ofsalega heilbrigt yfirlit og ég get séð fyrir mér að hann verði í sérstöku uppáhaldi í sumar (svo er líka sólarvörn í honum). Hann er allavega með skemmtilegri léttum förðum sem ég hef prófað. Mín helsta athugasemd eru umbúðirnar, en það fyrsta sem ég hugsa þegar ég sé þær er að þetta geti aldeilis verið gróðrarstía fyrir bakteríur- en á móti kemur að þær eru frekar hipp og kúl og það er alltaf gaman að eiga eitthvað fönký og öðruvísi í safninu.


Minn litur er sá ljósasti, 01 Pure Porcelaine, en eins og ég hafði á orði við sölukonuna þá þrælvantar litaúrval (jafnvel enn ljósara). En þetta er einn af göllum snyrtivörurisa heimsins, það vantar oft inn ljósari liti- mér finnst ég aldrei ná hinum fullkomna lit (ég hélt ég væri bara venjulega íslensk á litin). Látið samt ekki dökka litinn á svampinum hræða ykkur, ég hélt ég hefði óvart keypt farða númer 45 en ekki 01 þegar ég opnaði dolluna fyrst.

TLDR:
- Frábær farði fyrir þá sem vilja helst ekki vera með neitt á sér en þrá jafnari húðlit
- Rakagefandi og veitir fallegan ljóma
- Ég er mjög hrifin af honum fyrir "no makeup makeup lúkk".4 ummæli :

 1. Þetta hljómar eins og eitthvað sem mig bráðvantar! Komið á listann yfir það sem ég þarf að kaupa mér þegar ég kem heim :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Það er rétt, þegar þú segir það þá held ég að þetta sé hinn fullkomni farði fyrir þig! Þú byrjar á að prufa hann hjá mér og splæsir svo ef þú fellur fyrir honum ;) (Ef hann er nógu ljós það er að segja, þetta litaúrval er ekki alveg að gera sig).
   Sakna þín og ykkar <3

   Eyða
 2. Oh ég er sammála þér, það er svo ótrúlega erfitt að fá fallega ljósa farða - Ég mála mig afar sjaldan en myndi líklega nenna að gera það oftar ef ég fengi farða sem hentaði mínum föla húðlit betur!

  ps. Mér finnst mjög gaman að skoða bloggið þitt :) Hef fylgst með í nokkur ár og gaman að skoða svona einlægt förðunarblogg þar sem er ekki verið að skrifa um nákvæmlega sömu sponsuðu vörurnar og á öllum hinum bloggunum :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Það er klárlega ekkert hugsað um okkur íslendingana með "vetrarföluna" þegar litir eru þróaðir! Ég held að helmingurinn af sólarpúðrunum mínum fari alltaf í damage control á hálsi og bringu til að reyna að tóna við andlitið, svona sérstaklega yfir háveturinn hahah :)

   En já takk fyrir, ég sá einmitt bloggið þitt í fyrsta skipti nú í lok febrúar þegar "Afhjúpuð" bloggið fór á flug. Er mjög kát með að hafa uppgötvað það! (Og ótrúlega frábær færsla, vildi að ég gæti útskýrt hvað ég tengi fáránlega mikið). Takk fyrir fögur orð :)

   Eyða