L.A. Girl Pro Powder| Umfjöllun

Ég keypti L.A. Girl Pro púðrið af því að það er HD (high definition) púður alveg eins og uppáhalds púðrið mitt frá e.l.f. HD púðrið frá e.l.f. hefur alltaf verið uppáhalds púðrið mitt til að nota undir augun því það er svo ótrúlega mjúkt og blörrar fínar línur og misfellur. Nú er ég búin að nota HD púðrið frá L.A. Girl nokkrum sinnum og mér finnst þau nánast alveg eins. Sem er frábært. Púðrið er hvítt að lit en þegar maður setur það á sig er það "ósýnilegt" eða algjörlega litlaust. Það er aðeins þarna til að matta, blörra og láta kremvörur á borð við hyljara haldast lengur. Þetta er s.s. púður til að "setja" farða. Það er undursamlega mjúkt eins og flest þessi hvítu litlausu HD púður og manni finnst pínu eins og maður sé með sílíkon primer á milli puttana þegar maður nuddar púðrinu á milli þeirra. 


Mér finnst svona fíngerð púður alltaf koma betur út undir augunum, en venjuleg andlitspúður eiga það til að þurrka undirauga svæðið og verða meira "cakey". Ég er núna einungis að tala um þetta sem púður yfir hyljara undir augum- en ég fýla þessi hvítu púður ekki yfir allt andlitið þar sem þau geta veitt svolitla hvíta slykju á heildarlúkkið. 

Það er þó eitt sem ber að hafa í huga með svona HD púður- þau virka alls ekki vel með flassi. Persónulega skiptir það mig engu máli, ég nota svona púður oft og það pirrar mig ekki neitt. En þeir sem eru mikið að taka myndir með flassi myndu líklega vilja velja annarskonar púður undir augun. 

Júlíana vinkona mín er með púðrið undir augunum á þessum myndum (veit að þetta eru lélegar myndir, en þær eru aðeins til samanburðar) hér sést púðrið ekkert.


Hérna er hún sama kvöld, nema þessi mynd er tekin með flassi. Púðrið endurkastar flassinu og lýsist upp. 

Mér finnst púðrið frábært, alveg jafnfrábært og e.l.f. púðrið fyrir þennan pening! Gott verð og góð áferð, ef maður setur ekki flass-erfiðleika fyrir sig þá mæli ég klárlega með því til að setja hyljara undir augum ef maður vill létt púður sem er litlaust og verður ekki "cakey" undir augunum.Engin ummæli :

Skrifa ummæli