L.A. Girl Glazed Lip Paint| Umfjöllun

Þvílík meiriháttar snilld að eiga tilbúið blogg (undirbjó 3 seinustu helgi) þegar maður fær skyndilega flensu og hefur ekki metnað til neins nema að skipta um hlið í rúminu. Forsjálni er millinafn mitt.
---

Þegar ég verslaði mér dulítið af blandi á fotia.is um daginn varð ég að skella hinum margrómuðu L.A. Girl Glazed Lip Paints með til að prófa. Ef þið viljið heyra um fleiri liti mæli ég með þessari umfjöllun Elínar Stefáns (elinlikes.com) um vöruna, en undanfarið hef ég treyst henni í einu og öllu þegar kemur að snyrtivörum og myndirnar sem hún tekur eru unaður að skoða. Þetta eru háglansandi varalitir í fljótandi formi sem gefa ríkan lit. 
Ég pantaði litina Whimsical og Babydoll


Litirnir sem ég valdi eru ekkert sérstaklega ólíkir. Ég er snillingur í fjölbreytileika eða þannig. Whimsical er aðeins meira út í Mauve og svona dusty rose. Rykrósugur? Heh. Á meðan Babydoll er meira hot pink týpískur blátóna bleikur. Báðir eru þeir töluvert skærir en Babydoll slær Whimsical þó klárlega út í þeim efnum. 
Whimsical er aðeins meira tónaður niður ef hann er borinn saman við Babydoll. Mér fannst hann koma fallega út með smokey- ekki of æpandi en ekki of nude. 


Babydoll er töluvert skærari og hentar því vel með minimalískum augnfarða. Verður fallegur í sumar þegar maður nennir lítið að mála sig en vill smá pop of colour! Annars gef ég lítið fyrir allar svona ráðleggingar og ykkur (sem og mér) er velkomið að rokka skærar varir við hvaða lúkk sem er. Frelsið í förðun er best!

Samantekt:
Litirnir eru skemmtilegir ef maður er hrifin af glansandi vörum (eitthvað sem ég hef nýlega verið að fíla meir og meir). Mér finnst þeir fallegastir þegar þeir hafa þornað aðeins, en þegar maður setur þá á fyrst getur verið smá vesen að ná algjörlega jafnri áferð á varirnar. Auk þess eru þeir mjög blautir/klísturkenndir á meðan á ásetningu stendur, sem er ekkert sérstaklega fallegt. Litirnir jafna sig þó fljótt bæði hvað áferð og jafnt yfirlit varðar og eru þá mun fallegri en maður býst við í fyrstu, þannig ekki gefast upp þó þeir hræði þig í fyrstu. Mig langar klárlega að prófa fleiri liti og þar sem þeir kosta bara 990 kr. getur maður nú kanski alveg leyft sér nokkra í viðbót. 1 ummæli :

  1. Þú ert OF yndisleg! mig langar soldið í Whimsical x

    SvaraEyða