Hvar versla ég snyrtivörur?

Í fyrradag fékk ég fyrirspurn frá lesanda, en hana langaði að vita hvaða vefsíður ég nota til að versla snyrtivörur frá útlöndum. Takk Jóhanna fyrir hugmyndina að þessari færslu, eflaust margir snyrtivörusjúkir sem geta nýtt sér slíkar upplýsingar. 


Ég versla snyrtivörur á netinu aðallega vegna þess að mikið að vinsælum merkjum fást hreinlega ekki á Íslandi. Förðunarheimurinn hefur algjörlega lifnað við með tilkomu bjútýsamfélasins á YouTube og í bloggheimum- en samtímis verður ekki hjá því komist að mann fari að langa í það sem er lofað á netinu. Bloggarar koma frá öllum heimshornum og vörurnar sem þeir fjalla um auðvitað líka. Sumar fást á Íslandi, sumar ekki. 


UK Based sem þýðir oft aðeins lægri tollur. Sendir yfirleitt frítt til Íslands. 

Beautybay býður upp á allskonar merki, ég set brot af þeim skáletrað hér að neðan- en ég hef persónulega mest notað þessa síðu til að panta mér vörur frá Urban Decay.

Anastasia Beverly Hills/ Ardell/ ArtDeco/ bareMinerals/ Illamasqua/ Laura Geller/ Too Faced/ Urban Decay

Staðsett í UK sem þýðir oft lægri tollur. Sendir frítt til Íslands.

FeelUnique er eins og Beautybay að því leiti að síðan býður upp á mikið úrval merkja, síðan er Europe based sem þýðir að mikið af merkjunum fást þegar á Íslandi. Ég nota hana helst til að panta Rimmel og Urban Decay. Brot af merkjum skáletruð hér að neðan.

Lancome/ Urban Decay/ Rimmel/ theBalm/ YSL/ Dior/ Guerlain/ bareMinerals/ Stila/ Real Techniques/ Glam Glow/ ClarisonicUK Based sem þýðir oft lægri tollur. Sendir frítt til Íslands

Ég nota Asos auðvitað mikið til að versla föt, en þetta er líka ein af mínum uppáhalds snyrtivörusíðum. Þarna panta ég helst Nars, Rimmel og Bourjois. 

Nars/ Rimmel/ Bourjois/ Glam Glow/ Benefit/ Illamasqua/ L'Oreal/ Maybelline/ Nip&Fab/ Stila/ Tigi/ Too Faced/ theBalm

US Based sem þýðir oft hærri tollur. Sendingarkostnaður.

Camera Ready Cosmetics er í miklu uppáhaldi (aðallega til að skoða) en þessi síða er helst miðuð að fólki í leikhúsförðun, SFX förðun og þess háttar. Þarna er endalaust af ótrúlega spennandi hlutum í bland við basic hluti og ég hlakka mikið til að dýfa mér betur í hana. En mig langar að fara að hella mér af meiri alvöru í SFX förðun. Hingað til hef ég aðeins notað hana til að panta Ben Nye vörur. 

Ben Nye/ Beauty Blender/ Z palette/ 3rd Degree/ Eve Pearl/ Skindinavia/ Sigma/ Velour Lashes/ Sugarpill/ Stila/ Graftobian


US Based sem þýðir oft hærri tollur. Sendingarkostnaður.

BH Cosmetics er ein af uppáhaldssíðunum mínum til að fá stórar og litríkar pallettur. Ég verð aldrei fyrir vonbrigðum með skuggana þeirra- maður getur ekki kvartað fyrir þetta verð. Ég sný mér þannig oftast til þeirra ef ég vill skæra, litríka augnskugga í massavís. Elska t.d. 120 lita palletturnar þeirra. Þó er vert að hafa í huga að þetta eru bara generískar kínapallettur með logo-inu þeirra, örugglega hægt að fá þær ódýrari ómerktar á eBay, en mér finnst best að versla við BH.


Mér finnst tilefni til að taka fram að þó að nokkrar af þessum síðum selji vörur sem fást þegar á Íslandi á aðeins lægra verði er maður ekki alltaf að græða með því að panta þær að utan. Oft er munurinn lítill sem enginn eða það lítill að maður ætti frekar að styrkja íslensk fyrirtæki með því að versla vörurnar hér heima. Ég nota þessar vefsíður aðallega (þó ekki einungis) til þess að nálgast vörur sem eru ófáanlegar á Íslandi. Ég hef sjálf brennt mig á því að ætla að spara mér stórar upphæðir með því að panta vörur sem fást á Íslandi, að utan, en yfirleitt sparaði ég lítið eða ekkert og hefði frekar verið til í að eyða smá aukapening til að styrkja íslenska snyrtivöruflóru, enda líklegra að merkin haldist hér heima ef við styrkjum þau.

Minni því að lokum á nokkrar æðislegar íslenskar netverslanir:

Sigma/ L.A. Girl/ BarryM/ EyeKandy/ Socialeyes/ Sleek/ e.l.f./ Makeup Store/ Ilia/ Anastasia Beverly Hills/ theBalm/ Morphe/ Crown Brushes/ Embryolisse/ Skyn Iceland/ Sara Happ/ Modelrock


Ábendingar um fleiri skemmtilegar netverslanir vel þegnar í kommentum.


1 ummæli :