Gjafaleikur| Naked On The Run| Urban Decay

Minni á nýja færslu fyrir neðan þessa
---
Okei hvaða heppna meistarstykki ætlar að eignast Naked On The Run palettuna frá Urban Decay? Já þið heyrðuð rétt... 

Það er nefnilega gjafaleikur í gangi á facebook síðunni minni, hérna.

Það eina sem þú þarft að gera er að setja Like á katrinmaria.com á facebook og kommenta á myndina af palettunni þar. Sakar heldur ekki að smella á Subscribe á YouTube rásinni minni hér til hliðar og jafnvel deila myndinni ef þú ert í extra stuði. Palettan situr hér hin rólegasta fyrir framan mig, reddý fyrir nýjan eiganda. 


Hún er óneitanlega falleg og ég öfunda verðandi eiganda alveg helling.

Stolin mynd af Google- því mig skortir hæfileikana/verkfærin sem ljósmyndari.

Í palettunni eru 5 fallegir augnskuggar, bronzer, kinnalitur og svo all over shade sem hægt er að nota sem higlight bæði á andlit og augu. Þarna sjáið þið svo hinn margrómaða maskara Perversion, Urban Decay 24/7 Glide on pencil í litnum Stag og Nourishing Gloss í litnum Sesso.

Hvað er ekki að elska? Fullkomið á ferðinni- eða bara heima í kósý. Bara fullkomið.


Svo ein extra crappy mynd til að sýna ykkur hversu vel ég ætla að
passa hana þar til hún finnur sinn rétta eiganda.
Engin ummæli :

Skrifa ummæli