Snyrtibuddan| Rebekka Einarsdóttir Airbrush&Make up Artist

Nú hef ég verið lengi á leiðinni að vekja "Snyrtibuddu-bloggin" aftur til lífsins eftir stuttan líftíma fyrir tveimur árum eða svo. Fyrir þá sem ekki fylgdust með á þeim tíma, þá fæ ég einfaldleg að forvitnast um uppáhaldsvörur fólks. Að þessu sinni fannst mér tilvalið að byrja á Rebekku Einarsdóttur sem útskrifaðist sem Airbrush&Makeup Artist úr Airbrush & Make up School vorið 2012 og hefur verið að vekja athygli bæði á facebook og instagram enda ótrúlega klár þegar kemur að förðun og því tengdu.Laura mercier Secret Camouflage concealer tvennan í litnum SC-3, af því að hún hylur í fullri alvöru allt sem hylja þarf og nota ég hana mikið undir augun til að „blockera“ bláma. Umhirða húðar er mér mjög mikilvæg og eru Essential nutriton maskinn frá Guinot og Pure ritual djúphreinsirinn frá Helena Rubinstein fullkomið combo, húðin verður ljómandi og endurnærð. Góður maskari er vandfundinn að mínu mati, en ég fékk mér um daginn Grandiose frá Lancome og nú verður ekki aftur snúið, klárlega varan sem myndi hafa með mér á eyðieyjuna ef ég hefði val um bara eitt. Og svo er daglegt stríð á milli Esteé Lauder Double Wear farðans og YSL Fusion Ink farðans, ég gæti ekki lifað án annars hvors en get alls ekki gert upp á milli þeirra.

Ég legg aðaláherslu á húðina í minni daglegu förðun (og kannski líka í öllum öðrum förðunum) en ég nota yfirleitt farða og varalit á hverjum degi. Undanfarið hef ég verið að nota MAC Face and body + LA Girl Pro conceal, matt sólarpúður frá NYX til að skyggja léttilega og soft and gentle highlighter til að gefa smá ljóma, augabrúnatúss frá NYX til þess að fylla létt í, Grandiose maskara, og svo YSL Beige tribute + natural varablýant frá NYX.

Þegar ég er að fara einhvað fínna nota ég yfirleitt aðeins meira á húðina en ég geri dagsdaglega. Þá byrja ég á HD primer frá NYX, og nota svo annað hvort Double Wear eða Fusion ink, mjög lítið af Secret Camouflage undir augun til að leiðrétta litinn, nota svo Pro conceal hyljara frá LA Girl til þess að highlighta svæðið undir augunum og nefið, stilli allt af með Blot púðri frá NYX og skyggi með Contour shades carob og fawn frá Anastasia beverly hills. Augun eru oftast mikið lash focus og nota ég House of lashes augnhár eða set saman einhver minni, augnskugginn er aldrei eins hjá mér og geri ég aldrei sömu förðunina tvisvar. En ég er mikið fyrir smoked out liner, eða þá no-liner look með mikinn skugga undir augun. Ég held ég sé bara alltaf með nude varir, eða þá nude pink, en go-to varaliturinn er Chanel númer 114 og gerist það ósjaldan að ég skelli Clarins Instant light í 02 yfir hann. Perfect combó.

Facebook:Instagram:

Takk fyrir að leyfa mér að forvitnast Rebekka!


Engin ummæli :

Skrifa ummæli