Nýtt| Anastasia, Socialeyes&Tanya Burr


Það duttu tveir pakkar inn um lúguna í síðustu viku- ég ætlaði ekkert sérstaklega að deila þeim í færslu en ákvað svo að gera það samt. Þá kanski líka svo að það sé eitthvað af færslum sem innihalda ekki myndband- en ég virðist vera alveg myndbandssjúk.


Ég bætti loksins í augnhárasafnið mitt, veitti svosem ekki af þar sem það var svo til tómt. Ég splæsti loksins í Socialeyes sem ég hef ætlað að prufa í marga mánuði en aldrei haft ráð eða vit til. Ég keypti þau af haustfjord.is í týpunum Minx, Vixen og Siren og þau eru ótrúlega falleg. Mig hefur einnig langað að prófa augnhárin frá Tanya Burr lengi þannig að þegar ég var í leit að stökum augnhárum ákvað ég að kaupa þau frá henni. So far so good. Já ég var mikið í því að uppfylla gamla drauma í janúarversleríinu. Loksins eignaðist ég Anastasia Beverly Hills Contour Kit. Geri ítarlegri færslu um hana seinna. Afsakið hvað hún er kámug, gat auðvitað ekki haldið fingrunum af henni þegar hún kom.Frá Anastasia pantaði ég einnig augnskuggapalettuna Maya Mia sem ég hef haft augastað á (langaði reyndar líka mikið í Amrezy palettuna en hún var ekki til/er uppseld). Þessi er strax komin í uppáhald, elska möttu litina.  Svo er það Anastasia Liquid Lipstick í litnum Vintage. Ég pantaði af Anastasia bara til þess að prufa þessa nýju varaliti þeirra- endaði á að panta bara einn til að prufa og leyfði contour og augnskuggapalettunni þess vegna að fljóta með í leiðinni :) So far er ég mjög hrifin af formúlunni, langar núna í meira basic liti, því þessi er ekki beint svona everyday litur. 2 ummæli :

 1. Hvað voru Anastasia vörurnar lengi að koma til landsins? :)
  Ég eeelska myndböndin þín! Er að mana mig uppí að byrja að taka myndbönd líka, hvaða myndaavél notaru? :D

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk fyrir það! :D
   Anastasia vörurnar voru svona um það bil tvær og hálfa viku á leiðinni, ég var orðin vel óþolinmóð haha, erfitt að bíða eftir pökkum :)
   En já ég mæli klárlega með að þú látir vaða, mér finnst þetta allavega ótrúlega gaman :)

   Eyða