MAC varalitir|

Það hefur komið fram ítrekað á þessu bloggi að ég sé algjör amature þegar kemur að snyrtivörum frá MAC. Einhverra hluta vegna varð þetta merki undir hjá mér (mestmegnis vegna þess að ég hef verið fátækur námsmaður nær allan þann tíma sem ég hef verið að blogga). Og svo auðvitað því ég hef alltaf búið langt í burtu frá MAC verslunum. 


Ég keypti mér tvo MAC varaliti um daginn (myndband með nýjum vörum birtist í seinustu færslu) og vildi sýna ykkur í bloggi. En ákvað að skella bara hinum tveimur sem ég á með, svona fyrst ég á bara fjóra.


Þeir sem ég keypti mér núna voru Chatterbox og Girl About Town. Bæði litir sem ég heyrði mælt með á netinu og báðir Amplified formúlan, þannig þeir eru ótrúlega litsterkir og svolítið glansandi en ekki með of áberandi glans (og þeir þorna með tímanum og verða bara ótrúlega næs blanda milli þess að vera glansandi og mattir).  Þeir sem ég átti fyrir (og fékk gefins) voru Ruby Woo og Candy Yum-Yum sem eru báðir mattir og þar af leiðandi gríðarlega litsterkir. 

Viðbjóðslega pirrandi forrit sem ég nota til að skrifa inn á myndirnar/setja margar saman. Það blörrar mig sjúklega mikið.

Myndirnar eru raunverulega svona:


Svipurinn er svona því það er vonlaust að setja á sig rauðan varalit án þess að hafa varablýant og varalitabursta. (Ég er allavega arfaslök í því). 


Ég er ótrúlega ánægð með litina sem ég valdi mér, Chatterbox og Girl About Town. Báðir skemmtilegir og litríkir, en auðveldir að komast upp með við hin ýmsu tækifæri. Sem er svolítið ólíkt þessum sem ég átti fyrir, þeir eru örlítið meira in-your-face, æpandi og næstum pirrandi fallegir. Formúlan Amplified sem tveir fyrrnefndu eru, er klárlega uppáhald í augnablikinu. Candy Yum Yum og Ruby Woo eru báðir mattir eins og ég sagði og ég elska matta varaliti- en þeir eru ekki jafn þægilegir á vörunum og þá kanski sérstaklega ekki Ruby Woo því hann er extra þurr, þó liturinn sjálfur sé í miklu uppáhaldi.

Ég er ýkt spennt að kynnast MAC betur á næstu misserum, og þá sérstaklega fleiri fallegum varalitum :) Hverjir eru ykkar uppáhalds MAC varalitir? Hverju mælið þið með?
9 ummæli :

 1. Lustre lovelorn er alltaf uppáhalds og svo er líka ruby woo æði. Hef annars ekki verði nógu dugleg með alla mac varalitina mína… aðal sportið að versla þá í ameríkunni :S Finnst dökku því miður ekki fara mér mjög vel :S eins og diva og cyber eru nú fallegir t.d.
  -agata

  SvaraEyða
  Svör
  1. Okei miðað við smá gúgl lítur hann út fyrir að vera right up my alley! Kanski hann verði næstur í safnið bara!
   Og já ég á líka mjög erfitt með að venjast svona dökkum varalitum á mér, er einmitt mest í að versla og minnst í að nota hahah

   Eyða
 2. Please Me og Rebel eru mínir uppáhalds :) Annars á ég bara 4 líka, Girl About Town og svo Creme d'Nude sem ég hef aldrei notað því mér finnst hann svo ljótur hah!

  SvaraEyða
 3. Eða kannski kann ég bara ekki að nota svona nude liti sem eru ljósari en varirnar mínar... Hann fer mér allavegana hræðilega!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Vá hvað ég skil þig vel! Ég kann eeekkert á svona nude liti, finnst ég alltaf eins og ég sé veik eða eitthvað mjög skrítin. Kanski er þetta spurning um að venjast?
   Svo margir sem tala um hann, en mér finnst hann oftast bara eins og glansandi meik á vörunum á fólki hahah!
   En Rebel er alveg efst á óskalistanum, skil ekki afhverju ég á hann ekki...

   Eyða
  2. Já sammála með að finnast ég vera veik (eiginlega bara dauð með þennan). Mér líður bara eins og ég hafi verið að borða ís eins og 5 ára krakki. Ég hef reyndar ekki prófað að nota varablýant með honum, það er kannski nauðsynlegt?

   Eyða
  3. Það er örugglega aðeins betra, en ég á mjög erfitt með að trúa að að sé nóg til að losna við "dauðalúkkið" hahah

   Eyða
 4. Úúúú luuuverly. Chatterbox og Girl about Town eru einstaklega djúsí á þér. Ég hef einmitt heyrt að Ruby Woo sé dry dry dry, sem ég legg ekki í, haha. En mínir uppáhalds Mac varalitir eru Heroine og Moxie. Aaah varalitir.

  Antonía

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk beibí!
   Moxie lúkkar kúl, ég hef aldrei heyrt um hann áður!
   Og Heroine er eitthvað sem ég secretly þrái en held ég myndi aldrei púlla...
   Takk fyrir innlitið <3

   Eyða