Dagbókin mín| Personal PlannerUm daginn pantaði ég mér dagbók sem ég hannaði að miklu leyti sjálf í gegnum vefsíðuna Personal Planner. 
Ég er búin að vera sjúklega spennt að fá hana í hendurnar eftir að hafa dundað við að ákveða hvernig ég vildi hafa hana. Ég hef nefnilega uppgötvað á síðustu misserum að það er svo ótrúlega margt sem mig langar að gera í frítímanum mínum (þegar ég er ekki að vinna) að ég þarf að koma mér upp einhverskonar skipulagi og ég taldi fallega dagbók geta hjálpað mikið til við að skipuleggja vikurnar.

Maður getur stjórnað ansi miklu í útlitið dagbókarinnar. Ég valdi t.d. þessa fallegu mynd framan á hana (hér að ofan) og ákvað hvað skyldi standa framan á. Ég mæli með að forvitnir kíkji á síðuna þeirra og sjái hvað er í boði.


Fyrsta síðan er "upplýsingasíða" t.d. nytsamlega ef bókin týnist. En ég valdi að hafa quote sem er í uppáhaldi og svo nokkrar basic upplýsingar um hvernig best sé að komast í samband við mig ef bókin finnst. (Svo mehndi-mynstra ég mig í gang þegar mér leiðist, til skrauts).


Ég valdi hvernig dagarnir eru uppsettir (nokkur snið möguleg) en mér leist best á þetta fyrirkomulag. Einnig valdi ég þennan ljósbleika lit og "þemað" efst. Sem hjá mér er bleikt með kanínu icon- en það eru milljón myndir og "borðar" í boði til að hafa þarna efst.


Maður velur einnig hvað maður vill hafa þarna neðst á síðunni. Ýmislegt nytsamlegt í boði en mér leist best á "To Do This Week" og "Notes" ásamt litlu yfirliti yfir mánuðinn.
Svo getur maður skráð inn afmælisdaga hjá vinum og ættingjum sem birtast svo svona skemmtilega á þeim dögum þar sem slíkt á við. 

Aftast valdi ég að hafa um 40 bls. af línustrikuðum blöðum (einnig margt í boði hvað það varðar). Mér fannst það tilvalið til að skrifa niður hugmyndir fyrir bloggið og fleira.

Á eftir þessum 40 línustrikuðu blaðsíðum valdi ég svo að hafa landakort, en þarna hef ég allan heiminn á einhverjum 8 blaðsíðum eða svo. Svona ef ferðaþránni skyldi slá niður á árinu!

Sárvantar Ísafjörð. Mikilvægt að hafa Raufarhöfn samt... heh.

Aftan á skellti ég svo fjölskylduselfie frá jólunum. Bara svona til að hafa smá extra personal touch í lokin. 

Ég er ástfangin af þessari blessuðu dagbók. Langar að búa til aðra! Mæli með þessu fyrir skipulagsglaða. Hún var ekkert brjálæðislega dýr, ég borgaði 5.300 krónur fyrir bókina sjálfa og svo borgaði ég 1.400 krónur í toll þegar hún kom til landsins. Mér finnst það nú ekkert hræðilegt fyrir bók sem maður fær að sérsmíða svona eftir eigin hentisemi :) Það tekur reyndar um 3 vikur að fá hana eftir að maður pantar, en maður getur líka valið í hvaða mánuði hún byrjar og endar og þess háttar. Ég valdi að hafa mína JAN 15'- JAN 16' jafnvel þó að ég fengi hana í byrjun febrúar.


2 ummæli :

 1. Omg ég er búin að vera að íhuga að panta mér eina svona í laaangan tíma!
  Þessi er allavegna geggjuð! ég verð eiginlega að fá mér eina svona haha :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Ég er sko sjúklega sátt! Mæli með! :)

   Eyða