YouTube Uppáhalds| Í Augnablikinu

Youtube er lífið ef maður er veikur fyrir förðun og snyrtivörum.
Eða í rauninni bara sama hver áhugamál manns eru.
Í dag ætla ég aðallega að segja ykkur frá þeim YouTube-urum sem eru í uppáhaldi akkúrat í augnablikinu (fyrir utan alla þessa sem maður hefur alltaf elskað og elskar stanslaust) en það getur breyst mjög ört frá mánuði til mánaðar hvað ég er að fíla.

Ýtið á myndirnar til að komast inn á viðkomandi YouTube rásir.


Jaclyn er förðunarfræðingur af guðs náð og gerir förðunarmyndbönd ásamt einstaka "vlog-i". Hún er mjög overboard og all out og ég elska það. Hún fer líklega að margra mati oft yfir flest velsæmismörk þegar kemur að förðun, en hún er líka snillingur. Þar að auki er stórskemmtilegt að horfa á hana, hún er fyndin, klikkuð og einlæg.

Instagram: /jaclynhill


Katy er ótrúlega mikill töffari og það er unaður að fylgjast með henni þegar hún töfrar fram hin ýmsu förðunarlúkk fyrir framan myndavélina. Ég hef alltaf gaman af að fylgjast með fólki sem hefur bersýnilega ástríðu fyrir förðun.

Instagram: /lustrelux


LaToya er svona guilty pleasure hjá mér. Hún er vídjóbloggari og gerir myndbönd með kærastanum sínum og nýja barninu þeira. Yfirleitt eru líka svona 100 aðrir í myndböndunum þeirra því þau eru alltaf í kringum fullt af vinum og fjölskyldu. Hún er frekar klikkuð og getur verið ótrúlega óþolandi (er það oftast) en vídjóin hennar eru yfirleitt stútfull af drama og rugli svo þau eru beinlínis ávanabindandi!

Instagram: /latoyaforever


Marissa Kathryn (Marissalace) er ótrúlega skemmtileg og down to earth stelpa. Hún er upprunalega "beauty-guru" en hefur svolítið verið að hella sér í heilbrigðari lífstíl undanfarið. Ég hef mest gaman af vídjó bloggunum hennar því mér finnst hún hress og áhugaverð. Stelpa með erfiðan bakgrunn en sífellt kát og eðlileg. 

Instagram: /marissalace

Shaytards fjölskyldan er svona YouTube Classic. Með fyrsta fólkinu til að vídjóblogga að staðaldri á YouTube og komu því mjög inn. Hjón og börnin þeirra fimm, tvö yngstu fæddust eftir að þau byrjuðu með myndböndin og því má sjá "fæðingarvídjóblogg" þeirra á YouTube. Þau setja inn myndbönd af sínu daglega lífi alla virka daga og eru ótrúlega flippuð og skemmtileg. Hef horft á þau í mörg ár núna og finnst ég bara þekkja þau, enda búin að sjá krakkana þroskast og vaxa og ný börn bætast við fjölskylduna. Maður fylgist með lífi þeirra í gegnum súrt og sætt og það er eitthvað svo krúttlegt.

Instagram: /shaycarl

Trisha er barbídúkkan sem allir elska að hata. Hún er mjög controversial og þá sérstaklega útaf af "trolling" vídjóunum sem hún hefur verið dugleg að dæla á netið í gegnum tíðina. Flest sem hún gerir fer yfir öll velsæmismörk, en ég bara elska þessa píu af einhverjum ástæðum. Hún er snarklikkuð og það er hrein svaðilför að fylgjast með vídjóbloggunum hennar en hún fer mjög misvel í fólk. Sem er fullkomlega skiljanlegt.

Instagram: /trishapaytas

Estée eða Essie eins og hún er kölluð er sannkallað krútt frá Kanada sem býr í London með kærasta sínum sem er upprunalega frá Kazakhstan en alinn upp í Englandi og hefur rússnesku að móðurmáli (já ég er enn að tala um kærastann hennar). Essie gerir "bjútý" myndbönd sem eru mjög fagleg og flott. Hún er ótrúlega eðlileg og klár stelpa og það er skemmtilegt að hlusta á hana. Myndböndin hennar eru vönduð og áhugaverð en mest hef ég gaman af vídjóbloggunum hennar sem fjalla að mestu um daglegt líf og/eða frí hennar og kærastans. Þau eru eðalmenni mikil sem gaman er að fylgjast með. 

Instagram: /essiebutton

Mykie vakti fyrst athygli á Instagram sem varð til þess að hún var hvött til að opna YouTube rás, sem hún og gerði. Og vá hvað ég er glöð. Þessi stelpa er listakona frá náttúrunnar hendi. Hún er ólærð hvað förðun varðar, en hún er bara ein sú klárasta sem ég hef séð á YouTube, þá sérstaklega í SFX förðun. Vá, vá vá! Fæ ekki nóg af henni. Svo er hún undursamlega skemmtileg og ef maður hefur áhuga á förðun eða SFX fær maður endalausan innblástur á því að fylgjast með henni. Ein algjörlega uppáhalds.

Instagram: /mykie_

Chrisspy er gyðja þegar kemur að bjútýförðun. Frábært að horfa á vídjóin hennar til að fá innblástur fyrir djammið og önnur þessháttar tilefni. Hún er líka bara algjör töffari og ég get horft endalaust á hana. 

Instagram: /chrisspy

Samantha úr Batalash Beauty hópnum á YouTube er algjör snillingur, ekki bara þegar kemur að förðun heldur líka bara hún í sjálfri sér. Hún er ótrúlega mikill töffari og hress karakter. Kanadakona sem veit alveg hvað hún er að gera. Finnst vídjóin hennar með eindæmum skemmtileg. Það skiptir ekki bara máli að vera flinkur, persónutöfrar eru stór plús.

Instagram: /ssssamanthaa

Nýlega hef ég dottið inn í að fylgjast með fitness konunni Nikki sem er hörkuskvísa. Ég hef gaman af vídjóunum hennar því hún er ævintýragjörn og það er fáránlega mótíverandi að fylgjast með svona duglegri manneskju. Hún er líka mikil hundakona ef það skiptir einhverju máli! Mæli með- hún er all in í ræktinni og heilnæmu fæði.

Instagram: /nikkiblackketter

Hannah og kærastinn hennar gera hands down flottustu vídjóbloggin á YouTube. Kærastinn hennar er snillingur í að edita og þau eru bæði snillingar í að ná flottum skotum og leggja alvöru metnað í myndböndin. Maður er alveg dáleiddur af þessu öllu saman og þá ekki síst þeim tveimur sem eru ótrúleg næs og fín. Þau setja inn "vlog" vikulega þar sem farið er yfir vikunar þeirra í myndbandsklippum. Elska elska elska- og ef þið horfið á eitthvað eitt úr þessari færslu verður það að minnsta kosti að vera þau. Tónlistin í myndböndunum er líka unaður.

Instagram: /magsy24

Zoe Sugg er klassík á YouTube og hefur risið hratt upp á stjörnuhimininn. Man að ég horfði á hana þegar hún var nýlega byrjuð að gera vídjó en nú fylgjast margar milljónir með henni. Ég hef mest gaman af vídjóbloggunum hennar sem hún gerir oftar en ekki með kærastanum sínum (sem er líka frægur YouTube-ari) en stundum horfi ég líka á "lifstyle" myndböndin hennar. Hún er ofurkrútt og hefur fallegt í kringum sig. Annað slagið fer hún líka í ævintýraferðir hingað og þangað eða gerir eitthvað sniðugt.

Instagram: /zozeebo

~~~

Þetta átti að vera ofurstutt færsla, en ég gat ekki hamið mig. Ég er sko að skilja alveg þúsund manns útundan en ég get ekki haft þessa færslu endalausa þannig ég stoppa hér.
Hverjir eru ykkar uppáhalds YouTube-arar? Engin ummæli :

Skrifa ummæli