Óskalisti| Janúar '15

Það sem ég þrái mest í augnablikinu...

Real Techniques Bold Metals burstarnir sem eru nýkomnir út eru mjög ofarlega á listanum. Get ekki beðið eftir að þeir fari að sjást í búðum á Íslandi. Þvílík fegurð.


Eftir að ég varð ástfangin af Hourglass púðrinu mínu í Ethereal Light langar mig að prófa öll hin. Held að þessi þriggja púðra palletta væri sniðug byrjun.

Anastasia Liquid Lipsticks- Nýju fljótandi, möttu varalitirnir frá Anastasia eru að heilla mig gífurlega. Þá sérstaklega þessir tveir litir, Potion og Vintage- sem eru einmitt notaðir saman svo skemmtilega á þessari mynd af Instagram reikningi Anastasia Beverly Hills.

Mig langar eiginlega í allar Anastasia Beverly Hills palletturnar, en Maya Mia pallettan er eiginlega hæst á óskalistanum af þeim í augnablikinu. Mér finnst allir litirnir í henni sjúklega girnilegir.

Svo er mig farið að langa óþægilega mikið að prófa SocialEyes augnhárin (sem fást meðal annars á haustfjord.is). Ég þarf alvarlega að fara að splæsa í eitt eða tvö stykki (eða fleiri). Langar mest í Siren, Vixen og Minx 2.0 í augnablikinu. 

Hvað er efst á ykkar óskalista?


Engin ummæli :

Skrifa ummæli