Myndband| Cut Crease&Heavy Liner

Nýtt hashtag: #katrinmariacom (enginn punktur). Endilega taggið mig ef þið eruð að mála ykkur flott, endurgera lúkk frá mér eða eruð með flottar hugmyndir. Eða bara hvað sem er!!!
---

Ef þið voruð ekki búin að ná því, þá get ég ekki hamið mig í myndbandagerð. Þetta er allt of skemmtilegt. Allt prósessið; taka upp, mála mig, klipping og eftirvinna og svo auðvitað að deila því með ykkur.

Þetta myndband er örlítið lengra en undanfarið, en mér hefur þó verið sagt að það sé skemmtilegra en þau sem á undan komu því ég tala við myndavélina í gegnum það allt (ekkert voiceover). Þið dæmið.

Vonandi hafið þið gaman af. Endilega verið dugleg að like-a og kommenta og jafnvel smella á Subscribe ef þið hafið áhuga. Svo megið þið endilega koma með hugmyndir af myndböndum sem þið viljið sjá. Ég hef þegar fengið beiðni um "Hvernig á að setja á sig gerviaugnhár" myndband og lúkk úr fyrstu Naked palettunni frá Urban Decay, svo hef ég þegar tekið upp "No mirror makeup challenge", gestalúkk og andlitshreinsirútínuna þannig það er nóg af myndböndum á leiðinni. Fleiri hugmyndir? Eins gott að þið hafið gaman af, ég er óstöðvandi. Engin ummæli :

Skrifa ummæli