Fyrsta förðunarmyndbandið (2011) + Nars Sheer Glow| Review

Skoðið textann neðst í blogginu endilega.

Eitt af því sem ég keypti í Floridaferðinni í September var Nars Sheer Glow sem hefur lengi verið einskonar cult favourite og mig hafði lengi langað að prófa það. 


Farðinn er í fallegri glerflösku en selst ekki með pumpu (maður getur keypt hana sér) sem er pínu óþægilegt og svona óhreinlegra kanski en maður fyrirgefur það.
Án farða/ Með Nars Sheer Glow/ Með fulla förðun

Myndirnar eru ósnertar, beint úr myndavélinni, en ég þarf klárlega að eignast öflugri myndavél svo allt sjáist betur. Það er eins og þær séu pínu blörraðar eða eitthvað þannig munurinn fyrir og eftir sést ekki nógu vel.

---
Það kom mér mest á óvart hvað farðinn er þéttur og þekjandi. Ég gerði ráð fyrir að hann væri léttari og minna þekjandi útaf nafninu- en hann er samt alls ekki of þungur. Fullkominn farði ef maður vill góða þekju en samt frísklegt lúkk (ekki of matt).
Hann endist lengi á mér og er þægilegur í ásetningu þannig að ég myndi klárlega mæla með honum. Alls ekki vera hrædd við nafnið Sheer Glow ef þú vilt vanalega meiri þekju, hann þekur mjög vel og það er auðvelt að byggja hann upp.

Restin af vörunum sem ég notaði í förðunina

Sem dregur mig að öðru. Það eru komnir nokkuð margir mánuðir síðan ég setti síðasta myndband inn á síðuna. Ég hef verið einstaklega full af innblæstri undanfarið eftir að hafa fylgst með dömum á borð við Heiðdísi Austfjörð snilling (haustfjord.is) og Elínu Stefáns (elinlikes.com) vera að setja inn svo flott og skemmtileg myndbönd að mig er farið að klæja í fingurnar yfir að setja inn fleiri. Þær eru all out og spjalla við myndavélina og mér finnst þær svo flottar, hugrakkar og mótíverandi!
Ég hef enn ekki þorað að tala beint við myndavélina (hef bara gert þannig myndbönd á ensku hingað til), þó ég tali yfir myndböndin eftir á ("voice over"), veit ekki alveg hvort ég þori að tala við myndavélina á íslensku í bráð en hver veit. Ég tók allavega upp daglegu förðunarrútínuna mína í dag (svona "Get Ready With Me") og er að spá hvort ég eigi að skella henni inn. Gerði meðal annars intro þar sem ég talaði beint við myndavélina, þó ég efist um að ég þori að setja það með. 

Viljið þið fleiri vídjó? 

Til upprifjunar- fyrsta förðunarmyndbandið mitt sem ég gerði 2011. Þvílík hörmung frá upphafi til enda. Veit eiginlega ekki hvað er verst; tónlistin, augabrúnaleysið, bronzerslysið eða augnförðunin. Líklega er þetta allt jafn hrikalegt.


Þið getið séð hin myndböndin mín inn á sömu YouTube rás. Sum óneitanlega skárri en önnur. Sum arfaslök.Engin ummæli :

Skrifa ummæli