Everyday Makeup| Myndband

Smá stress.
Af öllum myndböndunum sem ég hef birt hér hef ég alltaf bara talað yfir það eftir á, en aldrei beint við myndavélina.
Ákvað að taka babysteps og talaði smá við myndavélina í intro-inu á þessu myndbandi. Eitthvað sem er erfitt að venjast. Það er svo miklu auðveldara að sitja bara með mic-inn eftir á og tala yfir myndbandið (skil ekki afhverju).

Mæli með að þið kíkið á Elínu sem er með bloggið elinlikes.com, hún er algjör snillingur og fór nýlega að gera myndbönd og er strax bara að brillera í þeim geira. Fylltist miklum innblæstri af bæði hennar myndböndum og svo myndböndunum hjá meistara Heiðdísi Austfjörð (haustfjord.is) sem er líka með fáránlega eðlileg og næs myndbönd.
Fyrst þær gátu talað svona, að því er virtist, auðveldlega við myndavélina fannst mér kanski eins og ég gæti það líka. Sjáum hvað setur.


Hér er allavega myndband þar sem ég fer yfir svona "daglegu" förðunina mína- sem er samt kanski meira bara helgar-förðun því ég er ekkert mikið að mála mig fyrir vinnuna á virkum dögum.

Myndbandið var í töluvert betri gæðum og bjartara áður en ég hlóð því upp á YouTube... upphleðslan í klippiforritinu var óvart stillt á hraða framyfir gæði- reyni að klikka ekki á því næst.

Vörulisti:
- Nars Sheer Glow farði í Deuville
- Guerlain Meteorities púður (pressed)
- Rimmel Stay Matte Púður
- Maybelline Fit Me hyljari
- Rimmel Match Perfection hyljari
- Nars Laguna Bronzer
- Inglot kinnalitur
- Hourglass Ambient Lighting Púður í Ethereal Light
- Maybelline Falsies Black Drama maskari
- Anastasia Dip Brow Pomade í Taupe
2 ummæli :

 1. Víííj, gaman að koma á síðuna þína aftur og sjá hvað það eru margar nýjar færslur! Mjög flott myndband, ég elska einmitt svona 'get ready with me' myndbönd. Það verður gaman (vonandi) að sjá meira og meira þar sem þú talar við myndavélina, þú virkar mjög natural í þessu! Mér finnst Hourglass púðrin einmitt dásamlegt, Diffused Light er frábært sem setting powder án þess að vera mattifying, það einhvern veginn gefur bara svona mjög náttúrulegt glow og blurring effect og preppar húðina fyrir önnur púður einsog bronzer (gaah íslenskan farin í vaskinn). En HVAÐA NAGLALAKK ERTU MEÐ Í MYNDBANDINU? =D

  Antonía

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk elsku Antonía <3
   Já vonandi verð ég klárari með tímanum og hugrakkari að setja inn myndbönd :)
   Ohh langar í öll Hourglass púðrin haha! En ég er með Essie naglalakkið í litnum Tart Deco, sjúk í það!

   Takk fyrir innlitið og kommentið :)

   Eyða