Augnabliks uppáhalds!

Það er klárlega kominn tími til að sýna ykkur hvaða snyrtivörur ég er að fýla mest í augnablikinu. Ég sýndi ykkur aldrei vörurnar sem ég verslaði mér í Florida í september, en nokkrar þeirra hafa þegar komist í mikið uppáhald. 


1
Guerlain Meteorites Powder- ég fékk þetta fallega púður að gjöf. Ég ætaði aldrei að tíma að byrja að nota það og mun sennilega ekki tíma að henda dósinni. Eðlilegt. Hef notað það mest undanfarið í kringum augun yfir hyljara (þar sem ég tími því ekki á allt andlitið). 

2
Anastasia Brow Pomade í litnum Taupe- Ég keypti þetta úti í Florida og var ekki alveg sátt með litinn til að byrja með, fannst hann of ljós. Síðan þá hef ég svo lært betur að nota þetta og er mér til mikillar skelfingar farin að sjá til botns í dollunni eftir gríðarmikla notkun. Helst endalaust og er þægilegt að vinna með.

3
Nars Sheerglow farði í litnum Deuville- Loksins eignaðist ég þennan margumtalaða fljótandi farða frá Nars. Gott að komast í Sephora! Það kom mér ótrúlega á óvart hvað hann er þéttur og þekjandi, því hann heitir Sheerglow en ég er mjög hrifin af honum. Nota þetta helst eitthvað fínt eða við sér tilefni og ef ég vill extra þekju/fullkomna húð.

4
Hourglass Ambient Lighting Powder í litnum Ethereal Light- Ég held að þetta sé ljósasti liturinn af öllum þessum yfir-hæpuðu Ambient púðrum frá Hourglass. Ég skoðaði alla litina vel og lengi í Sephora en ákvað svo að smella mér á ljósasta. Ethereal light á að vera eins og "tunglskin innanfrá" og ég er algjörlega forfallin. Fullkominn highlighter, púðrið er eiginlega alveg hvítt en það blandast svo ótrúlega fallega inn í húðina að það er algjör draumur! Einnig fallegt beint undir augun (yfir hyljara) ef maður vill vera exra bjartur í kringum augun. Sé seint eftir þessum kaupum.

5
Maybelline FitMe hyljari- Þessi hyljari hefur helst verið orðaður sem dupe fyrir Nars Creamy Concealer sem allir eru að missa vatnið yfir. Mér finnst hann þekja ótrúlega vel, nota ekki mikið af honum í kringum augun því hann er vel þykkur, en nokkrir dropar þekja allt 100%. Frábær á roða í andlitið eða bláma í kringum augu. Ef ég nota hann undir augun nota ég yfirleitt mjög lítið og bara beint á dekksta svæðið og blanda svo ljósari/léttari hyljara við ef ég vill birta undir augunum. 

Hafið þið prófað eitthvað af þessu? Ef svo er hver er ykkar skoðun á vörunni?

Engin ummæli :

Skrifa ummæli