Hvar er ég?

Hæ.
Ég er ennþá lifandi. 

Seinustu tveir mánuðir í ótæpilega grófum dráttum:
-> Ég byrjaði í nýrri vinnu daginn eftir að ég skrifaði seinustu færslu
-> Ég vandist því og naut þess að vinna allann daginn alla daga eftir að hafa verið háskólanemi síðustu 3 ár.
-> Ég fór til Ísafjarðar og aðstoðaði foreldra mína við flutninga af "æskuheimilinu" og inn í nýtt hús.
-> Ég fór aftur til Ísafjarðar helgina eftir og gerði það sama (ekkert skemmtilegra en föstudagur í bíl+laugardagur á Ísafirði+sunnudagur í bíl greinilega).
-> Ég skoðaði marga klukkutíma af gömlum myndbandsupptökum fjölskyldunnar
-> Ég lærði að horfa aftur á þætti án þess að fá samviskubit yfir að vera að eyða dýrmætum tíma (upprunalega lærdómstíma) í það.
-> Ég horfði á eina og hálfa seríu af Grey's Anatomy og komst þannig á rétt ról í þeim efnum
-> Ég horfði á eina og hálfa seríu af Vampire Diaries og komst þannig á rétt ról í þeim efnum
-> Ég byrjaði að horfa á "How to get away with murder" og "Resurrection". 
-> Ég naut þess að eyða tíma með skemmtilegu fólki og var dugleg að fara á hin ýmsu kaffihús
-> Ég þræddi búðir í leit að jólagjöfum og naut þess um leið að anda að mér jólagleðinni sem lá allstaðar í loftinu í desember
-> Ég kom í þriðja skiptið á þessum tíma aftur vestur núna fyrir jólin og þar er ég enn <3


Hér á Ísafirði líður mér fáránlega vel.Yfir hátíðirnar hefur verið ljúft að eyða tíma með ættingjum og vinum, þræða jólaboð, spila og síðast en ekki síst lesa bækur. Ég fékk yfir 50 bækur í jólagjöf og því ekki seinna vænna en að fara að lesa eitthvað af þessu. Maggi gaf mér ótrúlegar gjafir, en ein þeirra stóð þó ofar öllum hinum. Hann reddaði öllum Ísfólksbókunum 47 fyrir mig í upprunalegri útgáfu hingað og þangað um landið og smíðaði svo utan um þær trékassa. Ég var heldur betur hissa þegar ég opnaði kassann og sá allar bækurnar í gömlu kápunum með gulnaðar blaðsíður, alveg eins og ég óskaði mér. Hlakka mikið til að lesa þær allar aftur og hlýnar við tilhugsunina um allt ómakið sem fór í að finna þær allar sem eina í réttri útgáfu. 

Þetta er ástandið akkúrat á þessari stundu (fyrir utan þessa pásu sem ég tók mér til að blogga). Fékk þetta fallega bókamerki með bókunum.

Seinustu vikur í myndum


Eyddi gæðastundum með þessari mágkonu.

Ferðaðist mikið landshorna á milli.

Gerði risavaxna leirsnúða með þessum demanti.

Tók til höndinni í nýju húsi.

Veitti samt kanski mest andlegan stuðning bara á meðan aðrir sinntu viðhaldi.

Föndarði jólaskraut í góðum félagsskap.

Fór 100 sinnum í Byko, oftast í miklum veðurofsa.

Svo komst ég loksins vestur í jólagleðina 

Kátína á hverju andliti

Hafði notalegt aðfangadagskvöld með ömmunni minni og nöfnu.

Átti og á endalausar gæðastundir með mömmu.

Eyði löngum stundum í jólaboðum og fjölskylduhittingum.

Fíflast með frænkum og frændum.

Og krúttast með mágkonum.

Kíkti jafnvel til Flateyrar og hitti þessi eðalmenni.

Pósaði á aðfangadag.

Hef átt einstaklega notalegar stundir með Tómasi. Hann er skemmtilegur og frábær og hann get ég talað endalaust við um allt og ekkert í rólegheitunum.

Ég fékk svo selfie-stöng í jólagjöf sem við ákváðum að nýta í einu af fjöldamörgum jólaboðum. Náðum öllum á mynd en því miður vantaði marga vini og ættingja sem eyða jólunum annarstaðar en á Ísafirði. Hún heppnaðist þó vel og nálgast óðfluga like-fjölda Ellen Degeneres sjálfsmyndarinnar frægu. Eðlilega.

Það er svo margt förðunar og snyrtivöru tengt sem ég er svo spennt að deila með ykkur. Allar nýju vörurnar sem ég er forfallin fyrir sem ég keypti mér á Flórída, allt það nýja sem mér hefur áskotnast og allt það sem trónir enn ofarlega á óskalistanum. Ég sakna þess að tala um snyrtivörur. Mjög mikið.

Okei. Bless í bili. Hæ gamlársdagur.

GLEÐILEGT NÝTT ÁR OG TAKK FYRIR MIG.Engin ummæli :

Skrifa ummæli