Mykie_ | Halloween Inspiration

Ef ykkur leiðist á þessum sunnudegi eða vantar smá innblástur fyrir upprennandi Halloween þá mæli ég fyrst og fremst með þessari píu:

Mykie_

Eða Glam&Gore á youtube.

Þessi gella er að öllu gríni slepptu minn allra uppáhalds youtube-ari þessa stundina. Ég fann channelið hennar um daginn og ég horfði á öll vídjóin í röð og núna get ég aldrei beðið eftir næsta vídjói.

Hún er með svo ótrúlega mikla náðargáfu og áhuga á því sem hún er að gera að það er næstum smitandi. Ég fer alltaf í hardcore brainstorming session eftir vídjóin hennar. Fyrir utan þetta allt, hæfileikana, hugmyndirnar og áhugann sem hún hefur á þessu- þá er hún ótrúlega skemmtileg og vídjóin hennar eru eintóm gleði frá upphafi til enda. Það er hreint út sagt unaður að fylgjast með henni!


Ég mæli endregið með að þið kíkið á hana.
Ef þið verðið jafn ástfangin af henni og ég (eða hafið þegar verið að fylgjast með henni) megið endilega kommenta. Er ég sú eina sem er sjúk í hana?
1 ummæli :

  1. Ég er einmitt búin að vera að fylgjast með henni í nokkrar vikur og finnst hún algört æði :)
    Freakmo er líka flottur special effects artists sem er með tutorials frá einföldum marblettum og upp í að móta og búa til prosthetics :)

    SvaraEyða