Halloween förðun+föndur| DIY

Ég er svolítill kvíðapési, nánar um það síðar, en af þessum ástæðum á ég oft erfitt með að sofa á næturnar (eða sofa yfir höfuð). Og þegar ég ligg andvaka uppi í rúmi fæ ég oft góðar hugmyndir hvað varðar förðun og nýjar aðferðir og lúkk til að prófa. Ég einbeiti mér að því að hugsa um það sem ég hef gaman af svo ég fari ekki yfirum og þegar ég er búin að liggja ákveðið lengi án árangurs fer ég venjulega og reyni að dúlla mér eitthvað (venjulega við snyrtiborðið) því það hjálpar engum að liggja einn með kvíðanum sínum í marga klukkutíma í myrkrinu :)

Toppnæs leikrænir tilburðir
Ég er því pínu montin því fyrr í vikunni lá ég og var að hugsa um hvernig ég gæti gert skemmtilega Halloween förðun án þess að eiga nein almennileg verkfæri/efni til þess. Þá mundi ég eftir heitu límbyssunni minni og skreið samstundis fram úr klukkan að verða 04°° um nóttina og byrjaði að leika mér að föndra. Maður getur gert hvernig mynstur og form sem maður vill með því að setja límið á bökunarpappír. Þegar það kólnar er ekkert mál að ná því af pappírnum og þá er maður með krúttlegar skreytingar eða hluti sem maður getur notað í förðun, sérstaklega því límið er aðeins sveigjanlegt eftir að það þornar.

Ég er svona ágætlega ánægð með lúkkið- í draumaheimi hefði ég átt fljótandi latex og gerviblóð til að hafa allt raunverulegra, en miðað við aðstæður kom þetta bara nokkuð vel út. Birtan á eftirfarandi myndum er hörmuleg, en ég hafði ekki mikið vald á náttmykrinu og lýsingin í íbúðinni er ekkert til að hrópa húrra fyrir.

HOW TO:
1. Byrjið á að hita byssuna
2. Setjið svo formin ykkar niður á bökunarpappír og látið kólna áður en þið takið þau af (ég gerði köngulóavef og könguló ásamt nokkrum litlum "möðkum".

3. Ég mattaði köngulóavefinn með hvítum grunni frá NYX og hvítum augnskugga (límið sjálft glansar mjög mikið)
4. Svo málaði ég köngulónna með svörtum gel eyeliner frá Maybellina (ekki að merkið skipti máli) 

5. Ég gerði tilraun til að láta köngulónna líta út fyrir að vera eitraða með nokkrum dropum af neon lakki- veit ekki hvort ég hefði átt að sleppa þessu skrefi og hafa hana bara svarta, það má mála hana hvernig sem er auðvitað.
6. Ég hvíttaði "maðkana" með hvítri andlitsmálningu og setti svo glært laust púður yfir svo það myndihaldast.

7. Ég setti bara venjulega meikið mitt yfir allt andlitið og faldi svo aðra augabrúnina þar sem ég vill hafa köngulóavefinn- þá verður auðveldara að líma hann á og velja stað fyrir hann o.þ.h.
8. Bætti rauðum, fjólubláum og svörtum augnskuggum á aðra hlið andlitsins til að líkja eftir mari. Málaði annað augað venjulega og smurði gerviaugnháralími fyrir neðan það. Ég myndi mæla með svona 5 umferðum af líminu og láta þorna alltaf á milli (þetta mun vera "maðkapoki" á eftir).

9. Ég bætti enn frekar í marið öðru megin (maður gerir þetta bara eftir eigin hentusemi).
10. Svo losaði ég efri hluta augnháralímsins og bjó til nokkurskonar poka undir auganu sem ég fyllti svo með blóðið og möðkum (namm haha). Mæli með alvöru gerviblóði, en ég þurfti að nota bara augnskugga og varaliti, sem var mjög erfitt að þrífa af!

11. Næst gerði ég einskonar köngulóarbit á ennið með rauðum, fjólubláum og svörtum augnskuggum, gerviaugnháralími og bómull. Öllu bara skellt þarna í einhverja klessu og rótað svo í til að láta líta út eins og opið sár. Reyndi líka að teikna svona svartleitar "æðar" út frá sárinu, eins og eitur væri að dreifa sér út frá því. 
12. Næst smellti ég heimatilbúnu köngulónni á sárið með gerviaugnháralími. 

 Síðast bætti köngulóavefnum á hitt augað með augnháralími og bætti svo bara smá svona mari og "drullu" fyrir neðan maðkapokan og í raun á restina af andlitinu, eins og ég hafi skriðið og festst ofan í gömlu skítugum kjallara. Leikrænu tilþrifin eru mjög mikilvæg "for effect" heheee ;) Ég bætti svo límbyssu ormi í nefið á mér, en hefði frekar sleppt honum- hann er ekkert ormalegur. 

Án filters

Og með duckface- náttúrulega krúsjal.

Ef einhver prófar Halloween förðun með svona límbyssuskrauti yrði ég ofur þakklát ef sá hinn sami myndi leyfa mér að sjá- ég er ekkert smá forvitin að sjá fleiri útfærslur á hugmyndinni!
Minni á gjafaleikinn hér fyrir neðan fyrir þá sem eiga eftir að taka þátt :)1 ummæli :