Breytingar| Glimmer&Gleði kveður

Ég er næstum með samviskubit yfir nafninu á þessari færslu. Náttúrulega allan tímann gert til þess að stuða. Þó það sé að vísu satt að vissu leyti.

Mér fannst löngu kominn tími á breytingar bæði hvað varðar útlit á blogginu og nafn. Nafninu hefur mig langað að breyta nánast alveg síðan bloggið var skýrt "Glimmer og Gleði". 


Upprunalega hét bloggið "beautyboxið" eða eitthvað slíkt, það var í nokkrar vikur á meðan við vorum tvær að reka það okkur til gamans. Það hélt nafni þar til við áttuðum okkur á að þegar var til íslenskt blogg sem vann undir sama eða svipuðu nafni. Að sjálfsögðu fórum við í nafnabreytingar um leið og við áttuðum okkur á þessu- en að finna nýtt nafn var ekki einfalt. Þar af leiðandi fengum við hjálp frá lesendum og settum upp könnun með nokkrum nöfnum eftir að hafa m.a. beðið um hugmyndir frá lesendum. 

Upprunalegir bloggarar <3
Nafnið sem bar sigur úr býtum var "Glimmer og Gleði" sem mér fannst ótrúlega fyndið í ljósi þess að mér fannst það síst af öllum nöfnunum sem sett voru í könnunina. Þetta voru raunverulega mistök af minni hálfu, að setja nafn sem mér líkaði ekki við í könnun sem snéri að annars frekar mikilvægri ákvörðun fyrir bloggið. En mér fannst það ekkert óendanlega hræðilegt og að sjálfsögðu hefði ég ekki farið að svíkja lesendur eftir að hafa leyft þeim að velja. Þetta er sérlega skoplegt í ljósi þess að þetta var á tíma þar sem bloggið var að taka sín fyrstu skref og það voru kanski svona 30 manns sem tóku þátt í "kosningunum", þar af voru að mig minnir um 8-10 einstaklingar sem völdu nafnið "Glimmer og Gleði". Þetta er auðvitað gríðarlega lítið brot af lesendum og eiginlega fyndið hvað mér fannst mikilvægt að þessar 8 manneskjur fengju það sem þær kusu hahah!


Síðan hafa liðið mánuðir og ár. Nú rek ég bloggið ein og sjálf undir nafni sem ég hef aldrei kunnað sérstaklega vel við. Ég viðurkenni að Glimmer og Gleði hefur öðlast ákveðinn stað í hjarta mér eftir þennan langa tíma- en það hentar bara mun betur þegar maður reynir að koma sjálfum sér á framfæri- að gera það undir eigin nafni. Þannig man fólk eftir þér- en ekki bara blogginu þínu.
Bloggið mitt snýst líka um svo margt fleira en bara glimmer og gleði- en það hefur með tímanum breyst í vettvang fyrir mig til að deila áhugamálum, skoðunum, hugmyndum og spjalla jafnvel þó það snúist ekki alltaf um förðun, snyrtivörur, glimmer eða gleði.

Af þessum ástæðum verður bloggið héðan í frá

KATRINMARIA.COM

Ég veit... mjög töffaralegt.

Verið svo endilega mjög like-glöð þegar þið surfið um í þessu nýja umhverfi þar sem ég missti öll uppsöfnuð "like" síðustu 3-4 ára. Það er náttúrulega alvarlegt mál (HEH).

Það er ekkert annað sem breytist- ég held áfram bara að blogga um það sem mér dettur í hug (eins og ég hef alltaf gert) en þó áfram mest um förðun og snyrtidót og allt þetta sem ég er sjúk í. 
Vona að þið séuð eins hress með þetta og ég!

Hlustiði svo á smá svona næs.
6 ummæli :

 1. flott þetta <3 til hamingju með nýju slóðina !!

  SvaraEyða
 2. Ekkert smá töff! Til hamingju skvís :** hlakka til að lesa <3

  SvaraEyða
 3. Þetta var illa gert! Ég, sem dyggur stuðningsaðili síðunnar frá upphafi, fékk sting í hjartað þar sem ég hélt þú værir endanlega hætt. Skamm þú!
  Ég man eftir kosningunni en ég man ekki hvað ég kaus, þó mér finnist líklegt að ég hafi verið ein af þessum 8 ;) En ég kann mun betur við nýja nafnið, til hamingju með það - svo miklu meira fullorðins.

  Hlakka til að halda áfram að lesa og ég ætla að vera duglegri að kommenta og læka svo þú vitir að ég er ennþá grúppía númer 1.

  Ást og sakn <3

  SvaraEyða
  Svör
  1. Æ takk elsku best <3
   Ég biðst afsökunar á heitinu, það var of freistandi! Þú verður alltaf grúppía númer 1 fyrir mér ;)
   Sakna þín helling!

   Eyða