Haust & Myrkur

Myrkrið og kuldinn sem fylgir haustinu er greinilega farinn að hafa áhrif á förðunar innblásturinn hérna megin. Ég var líka komin með fráhvarfseinkenni frá svona þyngri lúkkum þannig í dag og gær tók ég aðeins í gömlu góðu 120 lita BH cosmetics augnskugga paletturnar mínar. 

Í dag kom einhver Halloween fílingur í mig- úr varð einhverskonar dark og vampy lúkk sem er þó ekkert ákveðið. Enginn ákveðinn karakter eða vera, bara eitthvað skrípalegt. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta- en það er alltaf gaman að leika sér, prófa sig áfram og læra svo af því. 

Skrautsteinar og glimmer voru í aðalhlutverki þó glimmerið sjáist reyndar ekki á mynd.

Svo lék ég mér aðeins með myndafiltera líka. 

En í gær var lúkkið ekki alveg svona ýkt- meira wearable en þó í haustlegri kanntinum :)

Elska alltaf hvernig fjólubláir litir ýkja græn augu. 

Ég þarf að hella mér inn í förðunarstússið aftur, hef ekki eins mikið verið að prufa mig áfram undanfarið eins og ég hef alltaf verið vön. Mig langar að bæta mig, prófa ólíkar hugmyndir og kynna mér t.d. betur SFX förðun, þá með alvöru áhöldum og vörum sem hjálpa manni að búa til allskonar ævintýraleg, óhugnaleg og annarskonar spennandi lúkk!

Fyrstu tilraunir mínar í slíkum málum má finna hér, hér og hér ef einhvern vantar innblástur fyrir Halloween mánuðinn sem er að renna upp :) En mig langar að kafa svolítið dýpra í þann pakka með alvöru áhöldum, svona í framtíðinni allavega!

Katrín María


2 ummæli :

  1. Var ekki alveg að búast við þessu þegar ég opnaði snappið frá þér áðan svo mér krossbrá!
    Mega flott lúkk btw, hlakka til að sjá meira svona :)

    SvaraEyða