Flórída '14

Mér virðist einhvernveginn ómögulegt að koma mér úr sumarfríinu og inn í daglega rútínu, þó það séu alveg 10 dagar síðan ég kom aftur heim!
Ég biðst afsökunar á slöppu bloggi síðustu misseri, ja eða steindauðu jafnvel.Ég keypti náttúrulega helling af allskonar dóti sem vert væri að sýna snyrtivöruáhugasömum. Ég hef hugsað mér að taka myndir og skella þeim inn hér á næstunni- en ég keypti náttúrulega allskonar sem ég hef ekki einu sinni prufað ennþá. Það er nefnilega svolítið þannig að þegar maður verður sólbrúnn og sætur, þá hættir maður að mála sig og ég er alveg að nýta mér þetta svona áður en brúnkan hverfur (hún er nú langt gengin frá nú þegar). 


En mér datt í hug að skella hér inn nokkrum laufléttum Floridamyndum, ég var myndatökumaður ferðarinnar og af þeim ástæðum eru allar myndir af mér sjálfsmyndir. Allir elska sjálfsmyndir. Ég var mjög snappdugleg líka. 

Fyrsti dagur í snyrtivöruversli.

Fyrsti verslunardagurinn gekk ágætlega. Tekur maður ekki alltaf svona mynd þegar maður er í BNA?

Það var iðulega glampandi sólskin fyrri part dags og þvílíkt þrumuveður seinnipart. Þarna virðir mágur minn fyrir sér mátt rigningarinnar. 

Við höfðum viðkomu á Cocoa Beach. Það var heitt.

Sólgleraugna-selfies voru sjaldan langt undan

Tíminn í Flórída var sannarlega fljótur að líða og hefði alls ekki mátt vera styttri en tvær vikur. Við vorum gríðarlega dugleg að slaka á, versla, synda og sóla okkur og vorum því eins og gefur að skilja alveg búin á því þegar við komum aftur til Íslands (heeeeh).

Ég var mjög dugleg að gera snappvinum mínum lífið leitt með montsnöppum. 

Svo vorum við einstaklega dugleg að drekka ódýran bjór- og ég náttúrulega dugleg að klæðast Disney þemuðum fötum.Ég tók rúmlega 700 myndir úti en eyddi strax 400 af þeim þegar ég skoðaði þeir hér heima. Af þeim 300 sem eftir voru komust svo 100 þeirra á facebook. Niðurstaðan er semsagt sú að ég er einstaklega óáhugaverður ljósmyndari og svo virðumst við hafa verið ótrúlega dugleg að láta taka mjög ósiðsamlegar myndir af okkur. Sniðugt í útlöndum, þar nennir maður aldrei að hafa myndavélina á sér nema maður hafi ekkert betra að gera og þegar maður hefur ekkert að gera fer maður bara að gera allskonar einkennilega hluti. 

Katrín MaríaEngin ummæli :

Skrifa ummæli