Uppáhalds| Júlí 2014

Það er fámennt en góðmennt í uppáhaldsfærslu júlímánaðar.
Kanski segir maður ekki svoleiðis um snyrtivörur, fávarað en góðvarað?
Eða bara eitthvað annað sem hljómar eins og eðlileg íslenska yfir fáar vörur. 


1. Dove Go Fresh (cucumber and green tea) svitalyktaeyðir
Hef prófað nokkrar týpur frá Dove en þessi lykt er uppáhalds. 

2. Nive Lip Butter í Rasperry Rose
Vandræðalegt en satt að þá er þessi líka í uppáhalds af því að það er svo góð lykt af honum. Hann er líka alveg ágætur við varaþurrki (en það er náttúrulega aukaatriði með svona varasalva er það ekki?). 

3. Naked Flushed palettan
Ég hef verið eitthvað rosalega förðunarlöt seinustu mánuði, enda mikið á ferðalagi og þessi paletta hefur verið snilldin ein þar sem í henni er kinnalitur, bronzer og highlighter. Frábært þegar maður er að ferðast um hvippin og hvappin og ég hef notað allt þrennt óspart. 

4. Mac Pro Longwear Concealer í NW15
Þessi hyljari er náttúrulega bara líf mitt og yndi. Ég hef málað mig eins lítið og ég kemst upp með undanfarið, bæði því ég hef einfaldlega ekki haft tíma til að dunda mér við það og svo þarf maður minna þegar maður hefur verið kysstur af sumarsólinni. Hyljarinn hefur því verið uppistaðan í förðuninni, svona rétt undir augun og í kringum nefið. Meiriháttar!

5. Dior Hydra Life Close-Up
Nota þennan pore filler sem primer. Sérstaklega frábært þegar maður er ekki að nota neitt mikið af förðun, þetta jafnar húðlitinn og birtir svona yfir honum ásamt því að fylla upp í ójöfnur á húðinni. Rosa fallegt bæði eitt og sér og svo undir farða. 

Eins og ég segi þá var ekki beint margt í gangi förðunarlega séð í júlí mánuði- en þetta hefur svona staðið upp úr í "no-makeup makeup" rútínunni. 

Katrín MaríaEngin ummæli :

Skrifa ummæli