Týndu förðunarlúkkin

Í gegnum tíðina hef ég tekið myndir af allskonar förðun sem ekki hefur komist á bloggið. Eflaust vegna þess að ég hef ekki verið ánægð með útkomuna, ekki munað að setja þau á bloggið eða þau hafi einfaldlega verið skrítin og kjánaleg. Ég ákvað að í dag væri góður dagur til að deila með ykkur nokkrum af þeim lúkkum sem ekki þóttu nógu góð fyrir sérfærslu á Glimmer og Gleði í gegnum tíðina.Hafið gaman af!


Illa blönduðu Pöndu-augun náðu aldrei að festa sig í sessi í hjarta mér.
------------------------------------


Skrítna áramótaförðunin sem var smurt á andlitið á 15 mínútum leit töluvert verr út en til var ætlast var heldur ekki í uppáhaldi. 
--------------------------------------

Bridget Bardot heavy liner tilraunir með svörtum augnskugga á augnloki voru heldur ekkert meiriháttar uppáhald þó ég hafi sportað lúkkinu daglega í viku. 
------------------------------------


Stundum var ég líka bara of tilraunaglöð og emo á svipinn til að hægt væri að setja myndirnar á netið. Það er þó eitthvað nett flippað við þetta appelsínugula kisulúkk. ( Já ég sagði nett flippað, get over it).
---------------------


Það þarf engin sérstök orð hér. Þetta átti aldrei að fara neitt annað en í ruslið á myndavélinni. Stundum finnst mér ógeðslega fyndið að smyrja bronzer eða kinnalit yfir allt andlitið á mér. Ég þakka guði fyrir að ég eigi ekki kinnalitamyndirnar. 
--------------------------


Þetta lúkk er svosem ekkert spes, en ég ætlaði alltaf að setja þessa mynd inn til að sýna þessar "ombré" rauðu varir. Þær vöktu mikla lukku á facebook á sínum tíma, en eru ekkert sérstaklega spennandi svo ég nennti aldrei að setja þær á bloggið. Já facebook fær að sjá margt sem Glimmer&Gleði fær aldrei að sjá. Ég veit ekki afhverju þetta lúkk kom ekki á G&G. Eða kanski kom það inn á sínum tíma? Mig minnir allavega að ég hafi ekki notað þessar myndir áður. Fýla þetta litakombó í botn. 
-------------------------------
Þetta lúkk er eitt af mínum allra uppáhalds af öllum sem ég hef gert. Þó er það ekki meira spennandi en þetta. Það var bara eitthvað við þessa augnskugga sem ég notaði, sem algjörlega sló í gegn í mínum huga. Í aðalhlutverki er pigment frá MAC í litnum melon, sem er algjörlega sjúklegt. 
---------------------


Þarna reyndi ég að gera svipað lúkk með einhverjum einföldum koparaugnskuggum, það kom ekki næstum því eins vel út. 
-------------------------


Þarna var ég að leika mér í cut crease hugleiðingum. Það tókst ekki eins vel og ég vildi og því fór lúkkið aldrei á Glimmer og gleði. Lúkkið fór samt á djammið... og það sést glögglega á seinni myndinni (sem var eina almennilega myndin sem var tekin af augunum þetta kvöld- því miður). 
-----------------------


Áramótalúkkið 2013-2014. Þetta lúkk kom ekki inn á G&G því ég var engan veginn sátt með það. Þetta átti að vera cut crease en endaði í einhverri últra þykkri crease línu, alltof hátt blönduð og bara ekki að gera sig. Kanski var þetta allt í lagi samt... bara ekki eins og ég ímyndaði mér. 
------------------------


Já kids. Stundum fer maður á makeup flipp og gerir eitthvað öðruvísi og skemmtilegt. Þarna gerðist ég djörf og byrjaði á að smyrja bronzer á mig alla frá toppi til táar. Svo setti ég á mig fjólubláar augabrúnir, neon bleikar varir og hálsmen í hárið. Ég kórónaði lúkkið með því að skyggja og highlighta mig alveg til tunglsins og til baka. Þorði aldrei að setja myndirnar á bloggið hahah.
----------------------------

Eitthvað fáránlegt sem ég skil ekki... Minnir mig á golfvöll, eða vatnslitamynd úr leikskóla. Ekki alveg viss, en ég var ekki alveg að fýla þetta. 
---------------------------


Man ekki afhverju þetta kom ekki inn á bloggið. Man ekki einu sinni hvaða augnkugga ég notaði, en þetta er alveg ágætis lúkk. 


Fleiri cut crease tilraunir. Cut crease virðist vera minn akkílesarhæll, mér ætlar ekki að takast að ná því almennilega. En þetta er allt á réttri leið. 

Sorrý ef þetta var leiðindafærsla. Fannst bara synd að láta þessar myndir allar safna ryki í einhverjum möppum í dimmum hornum tölvunnar. Töluvert af tíma hefur jú líklega verið varið í alla þessa förðun!

[Hvað af týndu lúkkunum var ykkar uppáhalds?]

Katrín María5 ummæli :

 1. Tvö neðstu og þar sem að þú notar MAC melon pigmentið eru uppáhalds týndu lúkkin mín :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Snilld, ég held ég sé einmitt hjartanlega sammála!

   Eyða
 2. Bronzer lúkkið er klárlega málið! hahah :D Eeen uppáhalds er förðunin með Mac melon, ótrúlega flott :)

  SvaraEyða
 3. Þetta er skemmtileg færsla!! Finnst fjólubláu augabrúnirnar alls ekki hrikalegar, myndu kannski ekki virka fyrir bónusferð en þetta er eitthvað töff, tvö síðustu lúkkin eru virkilega flott ! Golfvallarlúkkið er ógeðslega skemmtilegt haha...

  SvaraEyða