Nýtt| Ágúst 2014

Ég hef sankað að mér nokkrum nýjungum undanfarið og eins og svo oft áður deili ég því með elsku lesendunum mínum.

Ég ákvað að koma þessu frá sem fyrst. Leið mín liggur nefnilega vestur um höf í næstu viku og það hefur læðst að mér sá ónotalegi grunur að hér eigi eftir að birtast stútfull færsla með nýjungum í kjölfarið. Í stað þess að safna þessu öllu upp ákvað ég því að skella þessu sem er nýtt í augnablikinu inn strax. 

Það vantar reyndar Real Techniques "setting brush" inn á þessa mynd. Fljótfærni. 

1. 
SKYN Iceland farðahreinsi klútar- mig vantaði nýja klúta og þar sem þessir komu nýlega í sölu hjá okkur varð ég að kaupa þá, svona til að prófa!

2. 
Guerlain Shine Automatique varalitur í 260 (Jardin Bagatelle)- mjög látlaus og sjúklega fallegur litur. Smá "wash of color" og mikill glans. Ótrúlega þægilegur everyday litur sem ég fékk að gjöf, mér til mikillar lukku. 

3. 
Guerlain Long Lasting bi-phase eyeliner- Fljótandi eyeliner með sveigjanlegum pensli. Ég er búin að vera sjúk í þennan í allt sumar, nota hann alltaf þegar ég mála mig í vinnunni svo ég ákvað að ég yrði að splæsa í hann áður en ég hætti. 

4.
Real Techniques svampurinn- maður verður nú að prófa þetta allt! Sérstaklega í ljósi þess að ég varð nýlega ástfangin af Beauty Blendernum mínum alveg upp á nótt, það kveikti smá forvitni á þessum svampi sem er víst bomb.com

5.
Beauty Formulas Wax Strips- Kalt vax fyrir andlit og bikinílínu. Mér finnst þetta must fyrir andlitið, bæði í kringum varir og svo á kinnum og þess háttar. Maður er með helling af pínulitlum og ósýnilegum hvítum hárum yfir allt andlitið og þó þau pirri mann ekki og sjáist ekki, þá verður öll förðun svo miklu fallegri þegar undirlagið er alveg slétt og fellt. Líka flott fyrir þær sem fá hormónahýjung á efri vörina og slíkt, þá safnast púður og meik ekki í þessi litlu hár. 

6.
Guerlain Météorites Compact púður- Ótrúlega fallegt og fíngert púður í enn fallegri dós. Ég er alveg varla að tíma að nota þessa gersemi sökum þess hversu fallega hún situr bara í safninu mínu, fékk púðrið að gjöf. 

Eyelinerinn, púðrið og varaliturinn án pakkninga. 

Katrín MaríaEngin ummæli :

Skrifa ummæli