Leikið með liti| Appelsínugulur

Ég er alltaf að dunda mér við að finna nýjar leiðir til að innleiða liti í förðunina mína á sem látlausastan hátt. Þ.e. að búa til lúkk sem virkar sem svona "everyday lúkk" en er með smá splashi af lit (án þess að vera þessi gamla góða "lína undir neðri augnhár" aðferð (sem er samt líka alltaf frábær). Um daginn langaði mig að prófa smá appelsínugult og eftirfarandi lúkk var útkoman. Langaði bara að deila þessu með ykkur "afþvíbara". Það skemmtilega við þessa aðferð er að maður getur auðveldlega notað hvaða lit sem er án þess að það verði eitthvað hrikalega klikkað.
[Biðst fyrirfram afsökunar á beautystillingunni á myndavélinni, er hætt að nota hana fyrir bloggið vegna athugasemda en þessi færsla er nokkurra vikna gömul]
Pínu skrítið að hafa bara svona smá lit yst á augnlokinu, sérstaklega þegar það er bara einn litur svo að blöndunin verður ekkert sérstaklega meiriháttar. En þetta virkar samt alveg, alveg skemmtileg tilbreyting allavega. Appelsínuguli liturinn er frá BHcosmetics og restin er úr Naked Basics palettunni. 

Katrín María2 ummæli :